Flutningur á fé

Málsnúmer 201611055

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 108. fundur - 10.11.2016

Undir þessum lið komu Bjarni Th Bjarnason og Sigurður Bjarni Sigurðsson inn á fundinn kl. 10:10



Með innsendu erindi dags. 8. nóvember óskar Sigurður Bjarni Sigurðsson eftir því að landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar taki til umræðu meinta fjárflutninga án vitneskju og eða samþykkis eiganda.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þakkar Sigurði Bjarna fyrir veittar upplýsingar.

Ráðið vill brýna fyrir bændum að gert sé við fjallgirðingar að vori eins fljótt og hægt er eftir að snjóa leysir.

Þurfi að flytja ókunnugt fé af heimalöndum til afréttar sé það gert í samráði við eiganda viðkomandi fjár.



Sigurður Bjarni Sigurðsson vék af fundi kl. 10:25