Með fundarboði fylgdi drög að tímaramma vegna undirbúnings á vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020.
Einnig rætt um fjárhagsramma og fjárhagsáætlunarferlið.
Miðað við niðurstöður ársreiknings 2015 þá er lagt til að byggðaráð, fagráð, stjórnendur og starfsmenn nýti tímann frá maí - ágúst til að fara gaumgæfilega yfir starfsemi og rekstur sveitarfélagsins. Þannig verði þjónustustig sveitarfélagsins yfirfarið vs. fjölda íbúa og möguleikar á hagræðingu í rekstri kannaðir.
Ofangreint yrði þá til þess að í stað þess að fjárhagsrammar yrðu staðfestir af sveitarstjórn fyrir almenn sumarleyfi þá seinkar þeim verkþætti í ferlinu, áætlað í enda ágúst.