Hitaveita Dalvíkur, framkvæmdir á árinu 2016

Málsnúmer 201603094

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 46. fundur - 06.04.2016

Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins.

Einnig var ákveðið að fá Árna Svein Sigurðsson, verkfræðing, til að fara yfir ýmis mál er lúta að hugsanlegri stækkun á dreifikerfi hitaveitunnar eða þjónustu hennar.
Sviðstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda ársins.

Árna Sveini falið að taka saman kostnað vegna stækkunar lagnakerfis samkvæmt umræðum á fundinum og skila því fyrir næsta fund ráðsins. Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá Bjarna Gautason frá Ísor til fundar við ráðið.