Formaður félagsmálaráðs leggur fram rafpóst frá Velferðarráðuneytinu dags. 02.11. 2015 um vinnustofu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina? Málstofan fer fram á hótel Hilton í Reykjavík þann 18.nóvember nk. Í auglýsingunni kemur fram hvort að verið sé að velta fyrir sér hvernig félags- og heilbrigðisþjónustan getir orðið enn betri? Vakin er athygli á því að í vinnustofunni verður fjallað um nýja stefnumörkun á sviði velferðar og tækni í félagsþjónustu og fjölda aðgerða sem eru hluti stefnumörkunarinnar. Kynntar verða ýmsar nýjungar ásamt mögulegum fjármögnunarleiðum við innleiðingu nýrra úrræða í velferðarþjónustu.