Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóra; Samningur við Tréverk um byggingu Krílakots

Málsnúmer 201507011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 740. fundur - 09.07.2015

Á 739. fundi byggðaráðs þann 25. júní 2015 var eftrfaran di bókað:



"201311112 - Frá bygginganefnd Krílakots; Viðbygging og samningur við Tréverk.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.



Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí s.l. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:06. Þriðjudaginn 26. maí s.l. kl. 11:00 voru opnuð tilboð í viðbyggingu Krílakots. Eitt tilboð barst í verkið frá Tréverki að upphæð kr. 198.200.282 með virðisaukaskatti. Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir kr. 88.200.000 árið 2015 vegna áfanga 1 og kr. 72.164.000 árið 2016 vegna áfanga 2, eða alls kr. 160.364.000. Í nýrri kostnaðaráætlun AVH er verkið áætlað kr. 167.315.113 með vsk en þá vantar að gera ráð fyrir kostnaði vegna lýsingu kr. 1.500.000 og kostnaði við inntök, byggingarleyfi, gatnagerðargjöld og skipulagsgjald að upphæð kr. 5.364.000 en sá kostnaður var ekki inni kostnaðaráætlun AVH né hluti af tilboði Tréverks. Alls áætlaður kostnaður kr. 174.179.113. Mismunar á upphæðum í fjárhagsáætlun og tilboði með kostnaði að upphæð kr. 5.364.000 er því kr. 43.200.282 eða 26,9% en 16,87% þegar tekið er tillit til nýrrar kostnaðaráætlunar. Til umræðu ofangrient. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:19.

Afgreiðslu frestað og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela byggingarnefnd viðbyggingar Krílakots að fara yfir ofangreint og koma með tillögu."

ÁSviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti fyrirliggjandi drög að samningi við Tréverk um viðbyggingu við Krílakots á a) grundvelli tilboðs, b) kostnaðaráætlunar og c) þeirra breytingar sem gerðar hafa verið í byggingarnefnd. Samningsfjárhæðin er kr. 166.985.267,-.



Börkur Þór vék af fundi kl. 09:08.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að samningi við Tréverk eins og hann liggur fyrir og veitir heimild til þess að ganga frá samningi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá fyrir næsta fund byggðaráðs nákvæma skiptingu niður ár áhrif á fjárhagsáætlun með tilliti til viðauka við fjárhagsáætlun 2015."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritaður verksamningur við Tréverk, dagsettur þann 25. júní 2015, vegna viðbyggingu við Krílakot, samningsupphæð er kr. 166.985.267.



Fyrir liggur eftirfarandi skipting niður á ár:

Vegna nýframkvæmda








Alls:
181.649.267







Ár:
Áætlun
Ný áætlun
Tekjur
Tekjur
Nettó:
Breyting:
Skipting:

2015
88.200.000
80.283.370
1.500.000
130.000
78.653.370
9.546.630
45,00%

2016
72.164.000
101.365.897
3.241.000
493.000
97.631.897
-25.467.897
55,00%










Alls:
160.364.000
181.649.267
4.741.000
623.000
176.285.267
-15.921.267
100%





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir.