Tekið fyrir erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 12. júní 2015, þar sem fram kemur að nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga hefur haft umsókn sænskra fjárfesta til meðferðar þar sem sótt hefur verið um ívilnun vegna fjárfestingaverkefnis.
Samráð skal haft við sveitarfélög í tengslum við aðkomu þeirra að fyrirhuguðum fjárfestingarverkefnum sem staðsett eru innan umdæma þeirra. Hér með er þess farið á leit við sveitarfélagið að það veiti umsögn sína um fjárfestingarverkefnið sem fyrirhugað er á Hauganesi í Dalvíkurbyggð. Nefndin hefur beint þeim tilmælum til umsækjanda að hann upplýsi sveitarfélagið um fjárfestingarverkefnið.
Þorsteinn vék af fundi kl. 08:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúar sveitarfélagsins verði upplýstir um stöðu mála hjá TS Shippingline með frétt á heimasíðu sveitarfélagsins. Vísað til sveitarstjóra og upplýsingafultrúa.