Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Endurnýjun á umsókn vegna sjóvarnar við Brimnes.

Málsnúmer 201501030

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 771. fundur - 17.03.2016

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 15. mars 2016, þar sem fram kemur að á fjárhagsáætlun 2015 var gert ráð fyrir kr. 2.575.000 vegna 1/8 hlutar Dalvíkurbyggðar í tveimur verkefnum. Gert var ráð fyrir því fram á síðasta dag að farið yrði í þessi verkefni á árinu 2015 en svo varð ekki. Sótt er um viðauka að upphæð kr. 2.359.939 við fjárhagsáætlun 2016 á 32200-11560.



Samkvæmt rafpósti frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 15. mars 2016, þá liggur fyrir að það verði farið í þessar sjóvarnir á þessu ári þar sem búið er að bjóða verkin út og semja við verktaka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að uppæð kr. 2.359.939, vísað á lið 32200-11560 og til lækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð beinir því til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kanna hvort svigrúm sé innan ramma sviðsins.