Frá Landsneti ehf; Kerfisáætlun 2015-2024.

Málsnúmer 201501001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 722. fundur - 08.01.2015

Tekið fyrir erindi frá Landsneti ehf, er barst í tölvupósti 2. janúar 2015, þar sem fram kemur að Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2015-2024 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Matslýsing kerfisáætlunar er aðgengileg á heimasíðu Landsnet www.landsnet.is. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar er til og með 30. janúar 2015. Landsnet óskar eftir upplýsingum um áform í sveitarfélaginu um atvinnuuppbyggingu skv. aðalskipulagsáætlun og/eða annarri stefnumörkun sem liggur fyrir, fyrst og fremst er varðar orkufreka starfsemi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sveitarstjóra til skoðunar.

Byggðaráð - 805. fundur - 08.12.2016

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 18. nóvember 2016, þar sem fram kemur að fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu. Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006, en í umhverfisskýrslu lagt er mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.



Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 30. desember 2016. Það er von Landsnets að flestir kynni sér efni kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu.



Lagt fram til kynningar.