Samkvæmt aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er gert ráð fyrir 4.9 ha svæði (314-Íb) fyrir íbúðarbyggð á Dalvík Dalvíkubyggð.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á skipulagssvæðinu. Á svæðinu eru nú alls tuttugu og níu hús. Í skipulagstillögu er gert ráð fyrir að heildarfjöldi lóða á svæðinu verði þrjátíu og sex.
Lagðar eru fram þrjár mismunandi tillögur til kynningar.
Í skipulagsreglugerð segir m.a í gr.5.2.2.
"... Sveitarstjórn er heimilt að falla frá gerð slíkrar lýsingar ef allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Með meginforsendum er átt við stefnu um áherslur og uppbyggingu landnotkunarreita svo sem varðandi nánari notkun á einstökum reitum, þéttleika og byggðamynstur eða umfang auðlindanýtingar..."