Endurskoðun á deiliskipulags Hólahverfis

Málsnúmer 201412126

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 259. fundur - 09.01.2015

Til kynningar tillögur að breytingu á deiliskipulagi Hólahverfis, Dalvík.
Umhverfisráð leggur til að tillagan verði kynnt íbúum í raðhúsum nr 23-29 við Skógarhóla.

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Til umræðu athugasemdir frá íbúum vegna hugmynda að breytingum deiliskipulags hólahverfis.
Erindi frestað til næsta fundar þar sem athugasemdafrestur er ekki liðinn.

Umhverfisráð - 261. fundur - 13.03.2015

Til umræðu athugasemdir frá íbúum vegna hugmynda að breytingum deiliskipulags hólahverfis.
Umhverfisráð þakkar íbúum við Skógarhóla fyrir innsendar ábendingar.

Áframhaldandi vinnu við deiliskipulagið er frestað.

Umhverfisráð - 283. fundur - 14.10.2016

Samkvæmt aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er gert ráð fyrir 4.9 ha svæði (314-Íb) fyrir íbúðarbyggð á Dalvík Dalvíkubyggð.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á skipulagssvæðinu. Á svæðinu eru nú alls tuttugu og níu hús. Í skipulagstillögu er gert ráð fyrir að heildarfjöldi lóða á svæðinu verði þrjátíu og sex.

Lagðar eru fram þrjár mismunandi tillögur til kynningar.



Í skipulagsreglugerð segir m.a í gr.5.2.2.

"... Sveitarstjórn er heimilt að falla frá gerð slíkrar lýsingar ef allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Með meginforsendum er átt við stefnu um áherslur og uppbyggingu landnotkunarreita svo sem varðandi nánari notkun á einstökum reitum, þéttleika og byggðamynstur eða umfang auðlindanýtingar..."
Deiliskipulag Hólahverfi íbúðahús.

Lagðar voru fram til kynningar tillögur að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hólahverfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.