Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. desember 2014, þar sem meðfylgjandi er afrit af svari sambandsins, dagsett 2. desember 2014, til Vinnumálastofnunar vegna meðfylgjandis erindis stofnunarinnar, dagsett þann 13. nóvember 2014, þar sem leitað er eftir stuðningi stjórnar sambandsins við ósk stofnunarinnar til sveitarfélaga um að fá endurgjaldslausa viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum fyrir ráðgjafa stofnunarinnar þar sem á við vegna viðtala við atvinnuleitendur í viðkomandi sveitarfélögum.
Fram kemur í svari Sambandsins að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélga tók jákvætt í erindi Vinnumálastofnunar enda fellur það að stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018 um aukið samstarf.