Á 36. fundi atvinnumálanefndar þann 9. desember 2013 var eftirfarandi bókað:
Farið yfir niðurstöðu umræðuhópa fyrirtækjaþingsins. Formanni atvinnumálanefndar og starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram að verkefninu og kalla saman þá sem skrifuðu sig í vinnuhópa í kjölfar fyrirtækjaþingsins.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, AFE, kom sem gestur á fundinn.
Málið var einnig til umfjöllunar á 8. fundi veitu- og hafnaráðs þann 9. desember 2013.
Á fundninum var farið yfir ofangreindar niðurstöðu fyrirtækjaþingsins "Atvinnutækifæri tengd höfnum" og þá vinnu sem fram fór í kjölfarið en þann 19. mars var haldinn vinnufundur til að greina niðurstöður þingsins nánar og setja niður þau verkefni sem vinna þarf áfram.
Óskar Óskarson kom inn á fundinn undir þessum lið.