Á 636. fundi bæjarráðs þann 25. september 2012 samþykkti bæjarráð að leggja til að Sparisjóður Svarfdæla verði áfram viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar þar til annað verður ákveðið. Bæjarstjórn samþykkti þá tillögu á fundi sínum þann 30. október 2012.
Á 587. fundi bæjarráðs voru til umfjöllunar lög um breytingu á lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta, með síðari breytingum. Samkvæmt breytingunni þá minnkar vernd á innistæðum sveitarfélaga við setningu laganna en fram kemur í 4. tl. 15. gr. að innistæður ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja að meiri hluta í eigu opinberra aðila njóta ekki verndar samkvæmt lögunum.