Landbúnaðarráð - 134, frá 20.08.2020

Málsnúmer 2008002F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 952. fundur - 27.08.2020

Fundagerðin er í 6 liðum.
Til afgreiðslu liður 1.
  • Með innsendu erindi dags. 24. júní 2020 óskar Berglind Björk Stefánsdóttir eftir breytingu á gangnadögum í Dalvíkurdeild samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 134 Vegna beiðni Berglindar Stefánsdóttur um að fá að framkvæma fyrstu göngur 28. til 29. ágúst.
    Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að veita umbeðið frávik frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að Dalvíkurdeild leggi til tvo gangnamenn helgina 11.-13. september á Ytra- Holtsdal samhliða auglýstum fyrstu göngum á Syðra-Holtsdal þar sem engin landfræðileg hindrun er á milli þessara gangnasvæða.



    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð staðfestir afgreiðslu landbúnaðarráðs með þeirri útfærslu að Dalvíkurbyggð leggi til haustið 2020 umrædda tvo gangnamenn á Ytra-Holtsdal og eru þeir menn utan álagðra gangnaskila.