Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37

Málsnúmer 1906012F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    a)Greiðsluáætlun

    Á fundinum var tekið til umfjöllunar tillaga að uppfærðri greiðsluáætlun frá verktaka sem lögð var fram á verkfundi þann 23. maí 2019. Greiðsluáætlunin er út frá stöðu verksins þann dag.

    Til umræðu ofangreint.

    b) Snjóbræðslukerfi

    Sjá 4. lið hér á eftir.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses gerir ekki athugasemdir við framlagða greiðsluáætlun.
    b) Lagt fram.
  • .2 201904062 Fyrirspurnir frá umsækjendum og aðstandendum þeirra.
    a) Fyrirspurn um ljósleiðara

    Formaður gerði grein fyrir fyrirspurn frá umsækjendum um íbúðir og aðstandendum um hvort að gert sé ráð fyrir ljósleiðara í íbúðirnar.

    Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir ljósleiðara og inntaki í bæði húsin fyrir ljósleiðara en það sé síðan hvers og eins leigjanda að ákveða hvort hann taki ljósleiðara inn til sín og greiði þá fyrir afnot.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur Berki Þór að hafa samband við Tengir ehf varðandi umsókn um ljósleiðara fyrir húsin. Einnig að tryggt sé gagnvart verktakanum að ljósleiðari sé hluti af lögnum eins og gert er ráð fyrir. Bókun fundar Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju að lokinni umfjöllun um fundargerðir stjórnar Leiguíbúðar Dalvíkurbyggðar hses kl. 12:03 og tók við fundarstjórn að nýju.
  • .3 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
    a) Lántaka frá Dalvíkurbyggð / Lánasjóði sveitarfélaga

    Á 911. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 27. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Á 909. fundi byggðaráðs þann 6. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
    Með fundarboði fylgdu upplýsingar um samskipti sveitarstjóra, fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmda Leiguíbúðanna. Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki til hses félaga. Einnig liggur fyrir að vegna stofnframlags frá Ríkinu er ekki hægt að taka félagið úr rekstrarforminu hses nema endurgreiða stofnframlagið. Þá lagði sveitarstjóri fram mat KPMG á lántöku fyrir félagið.
    Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir aðalsjóð sem nemur lánsþörf Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Á móti yrði gerð krafa á Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses í reikningum sveitarfélagsins. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi lánasamningur millli Dalvíkurbyggðar og Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 162.000.000 verðtryggt til 36 ára.
    a) Byggðaráð samþykkir hér með samhljóða með 3 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 162.000.000 kr. til 36 ára, í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að lána Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses,kennitala 640118-2100, vegna byggingu á 7 íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Jafnframt er Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra,kennitala 070268-2999 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lánveitingu til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt ofangreindum forsendum og kjörum og að á móti verði bókuð krafa á félagið í reikningum Dalvíkurbyggðar."

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggða hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hefja lán hjá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt lántöku sveitarfélagsins frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 og fyrirliggjandi forsendur.
  • .4 201904063 Eftirlit með framkvæmdum
    a) Samningur við Mannvit um eftirlit

    Á fundinum var til umfjöllunar drög að samningi við Mannvit hvað varðar eftirlit með framkvæmdinni við Lokastíg 3 - 17. Borið var saman fyrirliggjandi tilboð vs. drög að samningi.

    b) Verkfundagerðir

    Á fundinum var farið yfir verkfundagerðir nr. 1 - nr. 5.

    Til umræðu ofangreint.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór að afla nánari upplýsinga hjá Mannviti varðandi kostnað við akstur til og frá Dalvík og Akureyri með því markmiði að hægt sé að ganga frá samningi sem fyrst eða í síðasta lagi á áætluðum fundi stjórnar þann 8. júlí n.k.
    b)
    Hönnun og breytingar; sbr. 16. liður:
    Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um kostnað vegna tillögu verktaka að snjóbræðslukerfi og því er ekki hægt að taka afstöðu til þess máls. Óskað er eftir að allar upplýsingar liggi fyrir sem fyrst en næsti áætlaður fundur stjórnar er 8. júlí n.k. og næsti yrði þá ekki fyrr en í lok ágúst. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses vill ítreka þær boðleiðir og samskiptaleiðir sem búið var að ákveða þannig að tengiliður félagsins er Vigfús Sigurðsson hjá Mannviti og tengiliður verktaka Kötlu ehf er byggingastjórinn Elías Þór Höskuldsson.

    Verktafir, sbr. 17 liður:
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses getur ekki tekið undir með verktaka þær ástæður sem tilgreindar eru um mögulegar verktafir, 4 vikur, vegna lagnakjallara vs. lagnarými.

    Verkáætlanir, sbr. 15 liður.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses getur ekki tekið undir með verktaka þær ástæður sem tilgreindar eru um áætlaða 2 vikna seinkun á verki vegna aðstöðusköpunar.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses bendir á mikilvægi þess að samþykktar verkfundargerðir séu þannig útfærðar að ekki sé svigrúm til misskilnings og/eða mistúlkunar.