Fundargerðin lögð fram til kynningar.
.1
201802004
Undirbúningur framkvæmda
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37
a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses gerir ekki athugasemdir við framlagða greiðsluáætlun.
b) Lagt fram.
.2
201904062
Fyrirspurnir frá umsækjendum og aðstandendum þeirra.
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37
a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur Berki Þór að hafa samband við Tengir ehf varðandi umsókn um ljósleiðara fyrir húsin. Einnig að tryggt sé gagnvart verktakanum að ljósleiðari sé hluti af lögnum eins og gert er ráð fyrir.
Bókun fundar
Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju að lokinni umfjöllun um fundargerðir stjórnar Leiguíbúðar Dalvíkurbyggðar hses kl. 12:03 og tók við fundarstjórn að nýju.
.3
201810099
Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggða hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hefja lán hjá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 162.000.000 samkvæmt lántöku sveitarfélagsins frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. í samræmi við lánssamning nr. 1907_47 og fyrirliggjandi forsendur.
.4
201904063
Eftirlit með framkvæmdum
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 37
a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Berki Þór að afla nánari upplýsinga hjá Mannviti varðandi kostnað við akstur til og frá Dalvík og Akureyri með því markmiði að hægt sé að ganga frá samningi sem fyrst eða í síðasta lagi á áætluðum fundi stjórnar þann 8. júlí n.k.
b)
Hönnun og breytingar; sbr. 16. liður:
Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um kostnað vegna tillögu verktaka að snjóbræðslukerfi og því er ekki hægt að taka afstöðu til þess máls. Óskað er eftir að allar upplýsingar liggi fyrir sem fyrst en næsti áætlaður fundur stjórnar er 8. júlí n.k. og næsti yrði þá ekki fyrr en í lok ágúst. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses vill ítreka þær boðleiðir og samskiptaleiðir sem búið var að ákveða þannig að tengiliður félagsins er Vigfús Sigurðsson hjá Mannviti og tengiliður verktaka Kötlu ehf er byggingastjórinn Elías Þór Höskuldsson.
Verktafir, sbr. 17 liður:
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses getur ekki tekið undir með verktaka þær ástæður sem tilgreindar eru um mögulegar verktafir, 4 vikur, vegna lagnakjallara vs. lagnarými.
Verkáætlanir, sbr. 15 liður.
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses getur ekki tekið undir með verktaka þær ástæður sem tilgreindar eru um áætlaða 2 vikna seinkun á verki vegna aðstöðusköpunar.
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses bendir á mikilvægi þess að samþykktar verkfundargerðir séu þannig útfærðar að ekki sé svigrúm til misskilnings og/eða mistúlkunar.