Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 32, frá

Málsnúmer 1904015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið komu á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses Ágúst Hafsteinsson frá Form Ráðgjöf ehf., Vigfús Jónsson, eftirlitsmaður verkkaupa frá Mannviti, Kristján Hjartarson, eftirlitsmaður verkkaupa, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Dalvíkurbyggð.

    a) Til umræðu tillaga verktaka um lagnakjallara en óskað er eftir afstöðu stjórnar. Fyrir liggur kostnaðaráætlun (viðbótarverk) verktaka að upphæð um 4,3 - 4,8 m.kr. fyrir utan álag og gröft, samanber rafpóstur dagsettur þann 9. apríl s.l. frá Kötlu ehf.
    Farið var yfir rýni Mannvits, dagsett þann 11. apríl 2019, á ofangreindu en þar kemur fram ávinningur af lagnakjallara er ekki augljós.

    b) Samskiptaleiðir og boðleiðir: Rætt var um samskiptaleðir og boðleiðir milli verktaka og verkkaupa.

    c) Samskipti hönnunarstjóra við undirverktaka Kötlu ehf; Ágúst gerði grein fyrir samskiptum sínum við Örn Jóhannsson um ýmis hönnunarmál, s.s. glugga, hvort útihurðir eigi að opnast inn eða út. Prufur af útiklæðingu er væntanlegar.

    Vigfús, Kristján, Ágúst og Ingvar viku af fundi kl. 11:50.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 32 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá frá verktaka allar hönnunarteikningar vegna lagna og rafmagns þannig að tæknirými sé óbreytt miðað við hönnun. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses undirstrikar að gert er ráð fyrir að snjóbræðslukerfi sé opið kerfi með innspýtingu.
    b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tengiliður við verktaka fyrir hönd félagsins er Vigfús Jónsson, eftirlitsmaður. Jafnframt gerir stjórnin ráð fyrir að tengiliður fyrir hönd verktaka sé byggingastjórinn, Elías Þór Höskuldsson og óskað er eftir staðfestingu Kötlu ehf. á því eða þá að tilgreindur sé tengiliður verktaka. Mikilvægt er að aðeins einn tengiliður sé frá hvorum aðila sem eiga samskipti sín á milli og þeir síðan upplýsa aðra eftir því sem við á og koma málum í ferli.
    c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni að svara Erni Jóhannssyni frá Byggingarfélaginu Mími um þau atriði sem var farið yfir á fundinum og snúa að hönnun, s.s. gluggar, hurðir.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til mál tók:
    Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun kl. 16:39.


    Fleiri tóku ekki til máls.

    Lagt fram til kynningar.