Atvinnumála- og kynningarráð - 42, frá 06.03.2019

Málsnúmer 1903001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 311. fundur - 19.03.2019

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu mættu á fund Atvinnumála- og kynningarráðs kl. 8:15. Alls mættu á fundinn 8 aðilar fyrir 9 fyrirtæki.

    Til umræðu hver staðan er í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og hverjar eru framtíðarhorfurnar. Einnig meðal annars hvort sé fækkun eða fjölgun ferðamanna, bókanir, starfsmannahald, markaðssetning, Upplýsingamiðstöðin, Markaðsstofa Norðurlands, Ferðatröll.


    Klukkan 9:40 kom á fundinn Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Símenntunarstöð Eyjafjarðar á Dalvík. Sif kynnt hvernig SÍMEY getur stutt við ferðaþjónustuna til dæmis með námskeiðum.

    Sif vék af fundi kl. 10:05

    Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð viku af fundi kl.10:05

    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu og Sif Jóhannesdóttur fyrir mætinguna á fundinn og góðar umræður. Atvinnumála- og kynningarráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að takan saman minnisblað um það helsta sem fram kom á fundinum og boða til annars fundar í tengslum við samstarf milli ferðaþjónustuaðila.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar
    Til máls tók:

    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar 2019 voru reglur Dalvíkurbyggðar um nýsköpunar- og þróunarsjóð staðfestar.

    Með fundarboði fylgdu drög að vinnureglum fyrir sjóðinn um meðferð umsókna og úthlutun styrkja ásamt drögum að samningi við styrkþega.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningsformi og vinnureglum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og fyrirligjgjandi drög að samningaformi og vinnureglum.
  • Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2019, þar sem fram kemur að ráðuneytið fer þess á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði/sveitarstjórn og verði vísað til viðeigandi stofnunar / sviðs í sveitarfélaginu. Grunnhugsun að baki áfangastaðaáætlana fyrir landshluta er samstarf og samþætting vegna annarra áætlana á einstaka svæðum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar."

    Til umræðu ofangreind áfangastaðaáætlun Norðurlands.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 309. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 15. janúar 2019 var Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar samþykkt samhljóða.

    Á fundinum var til umræðu ofangreind stefna og næstu skref út frá aðgerðaáætlun stefnunnar. Farið var yfir þau verkefni sem tilgreind eru í áætluninni.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna drög að upplýsingasíðu fyrir ferðamenn inn á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við áætlun fyrir janúar- desember 2019 sem og stöðu bókhalds í samanburði við áætlun fyrir janúar 2019.

    Um er að ræða eftirtaldar deildir:
    13010 Sameiginlegur kostnaður - Atvinnumála- og kynningarráð.
    13410 Atvinnuþróun
    13800 Styrkir / framlög til atvinnumála
    21500 Kynningarmál



    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 42 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.