Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890, frá 13.12.2018

Málsnúmer 1812008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Til afgreiðslu:
2. liður, sér liður á dagskrá.
3. liður, sér liður á dagskrá.
4. liður, sér liður á dagskrá.

  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:01 vegna vanhæfis.

    Á 39. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 5. desember 2018 var óskað eftir að sveitarstjóri óskaði eftir aðgengi að upplýsingum um úthlutun byggðakvóta og nýtingu í Dalvíkurbyggð.

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem bárust frá Fiskistofu.

    Fiskiveiðiárið 2015/2016 var heildarúthlutun 330 þorskígildistonn og eftirstöðvar 19,415 tonn.
    Fiskveiðiárið 2016/2017 var heildarúthlutun 374 þorskígildistonn og eftirstöðvar 32,788.
    Fiskveiðiárið 2017/2018 var heildarúthlutun 401 þorskiígildistonn og eftirstöðvar 82,792 tonn.

    Á fundinum var einnig upplýst að samkvæmt rafbréfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þann 12. desember 2018 þá er leiðrétting á útreikningi byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 þannig að úthlutun á Hauganes lækkar um 4 tonn.

    Úthlutun á Hauganes verður því 15 þorskígildistonn og óbreytt á Árskógssandi eða 240 þorskiígildistonn.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:18.

    Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember 2018 voru gjaldskrár vegna 2019 til umfjöllunar og afgreiðslu.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi leiðrétt gjaldskrá vegna Vatnsveitu Dalvíkur 2019 vegna orðalags í 1. gr., þannig að það ákvæði verði áfram eins og gildir nú árið 2018.

    Fyrsta málsgrein í 1. gr. verði þá svohljóðandi:
    Vatnsgjald
    "Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:"

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda breytingartillögu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur 2019 og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt í samræmi við upplýsingar af vef Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar framlaga 2018 til Dalvíkurbyggðar.

    Gera má því ráð fyrir að áætlað framlag í fjárhagsáætlun 2018 hækki um 38.645.764 nettó, aðallega vegna hækkunar á þjónustuframlagi og framlagi vegna málefna fatlaðra.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 44 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 38.645.764 við deild 00100,áætluð hækkun tekna er mætt með hækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2018 þar sem búið er að bæta við viðaukum samkvæmt málum 201811072, 201811071, 201811141, 20181142, 201812040 og leiðrétting á 201809107. Um er að ræða viðauka nr. 39-44 ásamt leiðréttingu á viðauka nr. 34.

    Áætluð niðurstaða Samantekið A- og B-hluta er fyrir árið 2018 kr. 158.127.000 og þar af A-hluti samtals kr. 114.658.000. Áætluð lántaka að upphæð 70 m.kr. vegna Eignasjóðs er tekin út og áætlaðar fjárfestingar eru kr. 291.690.000 og hafa lækkað um 6,4 m.kr. frá heildarviðauka III.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2018 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 887. fundi byggðaráðs þann 15. nóvember 2018 var meðal annars bókað:
    "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins og þeim breytingum sem hafa verið gerðar á starfslýsingum og verkefnum annars vegar hvað varðar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og hins vegar hvað varðar umsjónarmann Íþróttamiðstöðvar. Markmiðið með þessum breytingum er að auka hlutverk og vægi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvað varðar starf með ungmennum og verkefni félagsmiðstöðvar. Á móti mun umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvar sjá um daglegan rekstur Íþróttamiðstöðvar. Á fundinum var kynnt starfslýsing Umsjónarmanns Íþróttamiðstöðvar.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í framhaldi að ofangreindum breytingum að fá uppfærða starfslýsingu fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs uppfærð starfslýsing fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember s.l. var eftirfarandi bókað:

    "Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var samþykkt að fela KPMG áframhaldandi vinnu við skipulagsskrá fyrir Dalbæ og skráningu þannig að KPMG annist allt ferlið hvað varðar skráningu á Dalbæ sem sjálfseignarstofnun, m.a. alla skjalagerð, og gerð nýrra samþykkta fyrir Dalbæ. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar og yfirferðar gögn er varðar ofangreint. Upplýst var á fundinum að næsti fundur stjórnar Dalbæjar er á mánudaginn og verður þetta mál þá tekið fyrir þar. Markmiðið er að hægt sé að taka tillögu að skipulagsskrá Dalbæjar fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 18. desember n.k.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í meðfylgjandi gögn. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi
    a) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar á fundi þann 10. desember s.l. með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.
    b) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með ábendingum sviðsstjóra.

    Ofangreindum ábendingum hefur verið komið á framfæri við KPMG til skoðunar.

    Stjórn Dalbæjar tók einnig fyrir á fundi sínum þann 10. desember s.l. önnur gögn í tengslum við skráningu Dalbæjar sem stjórnin þarf að ganga frá og fóru hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri yfir þau skjöl á vinnufundi í gær.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundum ráðningarnefndar fyrir tímabilið 13. nóvember til 11. desember 2018 og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .8 201812044 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890
  • .9 201811146 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890
  • .10 201811021 Trúnaðarmál

    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 7. desember 2018, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 890 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu er því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.