Fræðsluráð - 232, frá 12.12.2018

Málsnúmer 1812007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Til afgreiðslu:
1. liður.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 - janúar til og með nóvember 2018. Einnig lagði hann fram hugmyndir um að fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04- verði framvegis kynnt ársfjórðungslega. Fræðsluráð - 232 Lagt fram til kynningar og umræðu.
    Fræðsluráð samþykkir að fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 verði lagt fram ársfjórðungslega hér eftir.
    Niðurstaða þessa fundar Hafnað Bókun fundar Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn hafnar ofangreindri tillögu fræðsluráðs með 7 atkvæðum.
    Í samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar sem staðfest var síðast af sveitarstjórn þann 21.03.2017 kemur fram að staða starfs- og fjárhagsáætlana skal vera reglulega til umfjöllunar á fundum fagráða og nefnda, helst mánaðarlega og/eða á hverjum fundi.


  • Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arna Arngrímsdóttir mættu til fundar kl.08:20.

    Niðurstöður úr könnun Vinnuverndar sem lögð var fyrir starfsfólk í nóvember 2018 fylgdu fundarboði.
    Fræðsluráð - 232 Lagt fram til kynningar og umræðu.
    Fræðsluráð óskar eftir að málið verði tekið aftur upp þegar að greiningu á niðurstöðum er lokið.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201812026 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 232 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • .4 201812027 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 232 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • .5 201812028 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 232 Bókað í trúnaðarmálabók.

    Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arna Arngrímsdóttir fóru af fundi kl. 9:00
  • Gísli Bjarnason, Guðríður Sveinsdóttir og Jónína Garðarsdóttir mættu til fundar kl. 9:00,

    Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir fundargerðir fagráðs frá 12/11 og 26/11.
    Fræðsluráð - 232 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Farið yfir drög að viðbrögðum við ófullnægjandi skólasókn sem fylgdu fundarboði ásamt samantekt frá kennurum varðandi ábendingar og athugasemdir. Fræðsluráð - 232 Lagt fram til kynningar og umræðu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ósk um ráðningu vegna stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Kötlukot. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Jónínu Garðarsdóttur skólastjóra Árskógarskóla, niðurstaða ráðningarnefndar og fylgiskjal með minnisblaði bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 232 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til byggðaráðs í byrjun janúar 2019.
    Fræðsluráð þakkar öllum aðilum máls fyrir góða vinnu.
    Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs strax til umfjöllunar.

    Þórhalla Karlsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs inn á næsta fund.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.