Landbúnaðarráð - 122, frá 15.11.2018

Málsnúmer 1811007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 307. fundur - 20.11.2018

Til afgreiðslu:
2. liður.
4. liður.
5. liður.
7. liður.
  • Tekið fyrir erindi frá Kóngsstöðum ehf., bréf dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir að vegurinn sem liggur um hlaðið á Kóngsstöðum í Stekkjarhús verði færður frá bænum vegna vaxandi umferðarþunga.
    Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að umræddur vegur er hluti af vegslóða inn á Sveinsstaðarafrétt og fellur því undir þær framkvæmdir sem sótt hefur verið um styrk úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar af landbúnaðarráði.
    Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
    Á 310. fundi umhverfisráð var eftirfarandi bókað.
    Þar sem umhverfisráð hefur ekki séð um tillögur vegna umsókna í styrkvegasjóð er erindinu vísað áfram til landbúnaðarráðs.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð telur mikla nauðsyn á að ráðist verði í tilfærslu á veginum og felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta verkið og sækja um styrkveitingu úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar vegna 2019.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 5. nóvember 2018 óskar Skarphéðin Pétursson eftir upprekstarleyfi í Sveinsstaðarafrétt samkvæmt meðfylgjandi erindi. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð samþykkir innsent erind frá Skarphéðni Péturssyni er varðar upprektrarrétt á Sveinsstaðarafrétt.
    Ekki er hægt að finna gögn sem sýna fram á að Hrísar hafi átt upprekstrarrétt í Dalvíkurdeild.
    Ráðið leggur til að Hrísar verði skráð í Svarfdæladeild.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sem tengjast landbúnaðarmálum í sveitarfélaginu bls. 6-9. Landbúnaðarráð - 122 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 27. október 2018 óskar Ólafur P. Agnarsson eftir búfjárleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð getur ekki afgreitt leyfi þar sem ekki liggur fyrir staðsetning hvað varðar umbeðið dýrahald.
    Landbúnaðarráð veitir ekki bráðabirðaleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til afgreiðslu umsókn Freydísar Dönu Sigurðardóttur á leigulandi úr landi Böggvisstaða dags. 14. september 2018 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að gera leigusamning á sömu forsendum og aðrir gildandi beitilandssamningar með þriggja mánaða uppsagnaákvæði að beggja hálfu.
    Ráðið leggur áherslu á að áður en gengið er frá beitarsamningi skal umsækjandi sækja um búfjárleyfi.


    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til kynningar og umræðu fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar frá 29. ágúst 2018. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð gerir nokkrar athugasemdir við fundargerð Dalvíkurdeildar og kallað verður eftir skýringum þar um. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu leiga á beitar og slægjulöndum í eigu Dalvíkurbyggðar. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að segja upp leigu á landi norðan heimreiðar á Böggvisstöðum 20.671 m2 vegna makaskipta við hestamannafélagið Hring á landinu sunnan við Ásgarð.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til umræðu viðhald girðinga meðfram þjóðvegum í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 122 Landbúnaðarráð vill minna á að enn er hægt að senda inn umsóknir um viðhaldsstyrki vegna veggirðinga meðfram þjóðvegi. Senda þarf inn nafn,kennitölu,reikningsnúmer og vegalengd girðingar fyrir 1. desember 2018.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.