Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877, frá 13.09.2018

Málsnúmer 1809005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 305. fundur - 18.09.2018

Liðir 6 og 8 sér liðir á dagskrá.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09.

    Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsettur þann 5. september 2019, þar sem fram kemur að þann 19. september n.k. munu þrettán Færeysk fyrirtæki standa fyrir fyrirtækjasýningu í Hofi. Fram kemur að kjörnir fulltrúar eru velkomnir og er sveitarstjórum falið að bjóða þeim.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201809039 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Margrét vék af fundi kl. 13:43.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877
  • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var meðel annars eftirfarandi bókað:
    "a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma 2019 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2019 eins og þær liggja nú fyrir.
    c) Lagt fram til kynningar. "

    Til umræðu áherslur og stefna í ýmsum málaflokkum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 11:31 til annarra starfa. Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á endurskoðun á áætluðu útsvari 2018 vegna vinnu við heildarviðauka II, með fyrirvara um eftirálagningu staðgreiðslu sem liggur ekki fyrir.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar. "

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að láta gildandi áætlun 2018 standa óbreytta um sinn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið eftir gerð heildarviðauka I.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með tillögum að ofangreindum breytingum með því markmiði að heildarviðauki II fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

    Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018:
    a) Launaviðaukar frá fundi byggðaráðs 6. september 2018 færðir inn, mál nr. 201809018, alls kr. 14.529.409. Að auki breytingar á áður samþykktum launaviðaukum.
    b) Á móti launaviðaukum í a) lið áætlað launaskrið tekið út, að upphæð kr.17.852.860.
    c) Áætlaðar tekjur Hafnasjóðs hækkaðar um 20 m.kr., sbr. mál 201809010 frá fundi byggðaráðs þann 6. september s.l.
    d) Áætlað útsvar hækkað, sbr. mál 201809012 hér að ofan.
    e) Breyting á áætlaðri verðbólgu úr 2,9% í 2,7%.
    f) Breyting á áætlaðri uppfærslu lífeyrisskuldbindinga, sbr. mál 201809011 frá fundi byggðaráðs þann 6. september s.l.
    g) Hækkun á hlutdeild Dalvíkurbyggðar í rekstri Tónlistarskólans á Tröllaskaga vegna breytinga á skiptihlutfalli á milli skólanna, kr. 3.783.959.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2018 til afgreiðslu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Til umfjöllunar auglýsing frá Íbúðalánasjóði um tilraunaverkefni sjóðsins þar sem leitað er eftir sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs til að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða - og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði. Þau sveitarfélög sem óska eftir að taka þátt í verkefninu eru beðin að tilkynna það fyrir 30. september 2018.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 873. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað: "Lögð fram drög að Reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög unnið af fjármála-og stjórnsýslustjóra. Tilkomnar vegna stofnframlags Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Fram kemur í rafrænum samskiptum við endurskoðanda sveitarfélagsins dags 27.júlí.2018 að í slíkum reglum væri eðlilegt að það sé sett inn ákvæði um endurgreiðslu framlags sveitarfélagsins og í raun sé það forsenda fyrir því að hægt sé að eignfæra stofnframlögin sem eignarhluta en ekki gjaldfæra. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint.
    a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög eins og þær liggja fyrir. b) Í samræmi við 6. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi um endurgreiðslu á stofnframlagi Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses í samræmi við 5. gr. 14. gr. laga nr. 52/2016. Í rafpósti sveitarstjóra til Íbúðalánasjóðs þann 19. september 2017 er staðfest stofnframlag sveitarfélagsins er alls 32.592.192,- Þar af er gatnagerðar- og byggingarleyfisgjald 8.359.906,- Það sem eftir stendur, 24.232.286,- verður í formi eigin framlags (reiðufé, hönnun og undirbúningur). "

    Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað sér um hvort að sveitarfélög hafi verið að gera sérstaka samninga um stofnframlögin.

    Til umfræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi bókun:
    Með vísan í Reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög og ákvæði þeirra um endurgreiðslu framlags sveitarfélagsins skal félagið Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses endurgreiða Dalvíkurbyggð stofnframlag sveitarfélagsins í samræmi við 5. gr. 14. gr. laga nr. 52/2016. Áætlað stofnframlag Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses er áætlað allt að kr. 32.592.192 vegna bygginga á 7 íbúðum fyrir fatlað fólk sem áætlað er að taka í notkun á árinu 2019.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekin fyrir drög að samningi við Orkusöluna ehf. um raforkusölu.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Sveitarstjóra falið að ræða við Orkusöluna um uppsagnarákvæði samningsins og samningstíma. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Bakkabjörg ehf. í rekstur á Rimum, dagsett þann 20. september 2018 fyrir tímabilið 2018 - 2028. Eitt tilboð barst en auglýst var eftir tilboðum í reksturinn; sjá nánar á vef Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/dalvikurbyggd-auglysir-eftir-rekstraradila-a-felagsheimilinu-rimum-og-adliggjandi-tjaldsvaedi Tilboð Bakkabjargar ehf. hljóðar upp á kr. 60.000 á mánuði yfir sumarmánuðina júní, júlí, ágúst og september, auk þess myndi félagið greiða hita og rafmagn. Aðra mánuði ársins myndi Bakkabjörg ehf. greiða allan rekstrarkostnað af húsnæðinu og annast húsvörslu á húsnæðinu. Undanskilið er þó snjómokstur yfir vetrarmánuðina fyrir viðburði og uppákomur sem tengjast félags-, menninga- og íþróttastarfi íbúa í Dalvíkurbyggð. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 08:36.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að gera drög að leigusamningi við Bakkabjörg ehf. á grundvelli ofangreinds tilboðs og leggja fyrir byggðaráð. "

    Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Bakkabjörg ehf.


    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Byggðaráð frestar afgreiðslu og felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að uppfæra drögin miðað við þær ábendingar sem komu fram á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 862. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 877 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 6 og 8 eru sér liðir á dagskrá. Eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.