Umhverfisráð - 310, frá 07.09.2018
Málsnúmer 1809003F
Vakta málsnúmer
Til afgreiðslu:
12. liður
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýsing áhyggjum af umferðarhraða á þjóðvegunum í gegnum þéttbýli í Dalvíkurbyggð og felur sviðsstjóra að koma eftirfarandi ósk á Vegagerðina:
Umhverfirsráð Dalvíkurbyggðar óskar eftir að umferðarhraða á þjóðvegunum í þettbýli Dalvíkurbyggðar verði breytt eftirfarandi.
Árskógssandur: Umferðarhraði merktur 50 km/kls við Sólvelli (við þéttbýlismörk) og 35 km/kls rétt við hraðahindrunina hjá Öldugötu.
Hauganes: Umferðarhraði merktur 35 km/kls við þéttbýlismörk.
Dalvík: Umferðarhraði á Gunnarsbraut, Hafnarbraut og Skíðabraut verði lækkaður niður í 35 km/kls.
Ráðið óskar eftir að fá aðila frá Vegagerðinni á næsta fund ráðsins í október.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfiráð leggur til að göngustígur milli Hringtúns 21 og 19 að opnu svæði verði kláraður samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun.
Einnig er lagt til að göngustígur milli Miðtúns 1-3 að opnu svæði verði lagaður.
Malbik fyrir framan Hringtún 1-5 verði lagfært.
Gangstétt verði sett framan við Hringtún 23-25.
Öðrum ábendingum íbúa er vísað til fjárhagsáætlunar 2020-2023
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfiráð leggur til að farið verði í göngustíg norðan við Hringtún 21 samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun.
Öðrum ábendingum er vísað til bókunar undir máli 201809002
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð þakkar íbúaráði Árskógssands fyrir ábendingarnar og leggur til eftirfandi.
1. Gangstígur og ljósastaurar við Aðalbraut vísað til fjárhagsáætlunar 2020. Göngustígur við Hafnargötu er við þjóðveg svo leita þarf áfram samráðs við Vegagerðina og er sviðsstjóra falið það verkefni.
2. Lagfæringar á malbiki og uppsetning á vegriði á horni Aðalbrautar og Ægisgötu eru í tillögum að framkvæmdaáætlun umhverfisráðs fyrir 2019.
3.Umhverfisráð kallar eftir tillögu íbúaráðsins í samráði við skólaaksturaðila að betri staðsetningu biðskýlisins. Umhverfisráð leggur til að götulýsing verði bætt á núverandi staðsetningu skýlisins.
4.Umhverfisráð leggur til að gangbrautir og hraðatakmarkanir verði málaðar sumarið 2019.
5.Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leita eftir samstarfi við bóndann á Stærri-Árskógi.
6.Umhverfisráði lýst vel á framlagða hugmyndir að uppbyggingu Brúarhvammsreits og næsta nágrennis og felur sviðsstjóra í samstarfi við sveitarstjóra að fylgja verkefninu eftir.
7.Umhverfisráð leggur til að göngustígurinn milli Öldugötu 7 og 9 verði lagfærður.
8.Vísað í bókun við lið 6.
Samþykkt með fimm atkvæðum
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Þar sem umhverfisráð hefur ekki séð um tillögur vegna umsókna í styrkvegasjóð er erindinu vísað áfram til landbúnaðarráðs.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð þakkar íbúasamtökunum á Hauganesi fyrir innsendar ábendingar og leggur eftirfarandi til.
1.Vetrarstæði við Ásholt verði stækkað að Lyngholti (samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun).
2.Áframhald á gangstétt við Aðalgötu er vísað til deiliskipulagsgerðar fyrir Hauganes sem gert er ráð fyrir að fara í á árinu 2019.
3. Hraðahindrun við Aðalgötu verði lengd samkvæmt tillögu og er umhverfisstjóra falið að framkvæma það næsta sumar.
4. Umhverfisráð hefur þegar óskað eftir lækkun á umferðarhraða og uppsetningu á skiltum undir málnr. 201809040.
5. Sviðsstjóra falið að skerpa á tímasetningum vegna snjómoksturs.
Samþykkt með fimm atkvæðum
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð leggur til að farið verði í deiliskipulag á Hauganesi samkvæmt starfsáætlun ráðsins fyrir 2019.
Samráð verður haft í skipulagsferlinu eins lög gera ráð fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á samhljóða erindi hér að ofan málsnr. 201709051.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð leggur til að lagt verði olíumöl að kapellunni við Upsir samkvæmt tillögu að framkvæmdaráætlun 2019.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
a)Umhverfisráð leggur til að allt að kr. 467.000,- verði greiddar vegna stækkunar á kirkjugarðinum við Tjörn (efniskaup)samkvæmt kostnaðaráætlun umsækjanda. Fjármunir til verksins greiðist af 11020-9145.
b)Umhverfisráð vísar til afgreiðslu sinnar á erindi 201709102 þar sem ráðið leggur til að olíumöl verði lögð á veginn að Upsakapellu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð leggur til að farið verði í hreinsunaraðgerðir í kringum Böggvisstaðaskála sem allra fyrst og felur umhverfisstjóra að leggja áherslu á þetta verkefni fyrir veturinn.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við breytingar á húsgerð við Hringtún 7.
Samþykkt með fimm atkvæðum
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl.16:35.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Felix Rafn tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
-
Umhverfisráð - 310
Umhverfisráð samþykkir framlögð gögn með þeim breytingu sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Felix Rafn kom inn á fundinn að nýju k. 16:36.
Lagt fram til kynningar.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.