Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 14, frá 31.08.2018
Málsnúmer 1808009F
Vakta málsnúmer
Til kynningar.
.1
201802004
Undirbúningur framkvæmda
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 14
Stjórn leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggja timbureiningahús og felur Ágústi að halda áfram með hönnun á byggingum og sækja um framkvæmdaleyfi til umhverfisráðs.
Stjórnin samþykkir einnig samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi að afla nánari upplýsinga frá tilboðsgjöfum hvað varðar eftirfarandi:
Mannafla
Upplýsingar um framkvæmdatíma og afhendingu
Yfirlýsingu um allar vottanir fyrir íslenska byggingareglugerð.
Upplýsingar um framleiðanda timbureininga, drög að samningi á milli aðila og dæmi um sambærileg hús á Íslandi.
Óskað er eftir að ofangreindar upplýsingar liggi fyrir eigi síðar en 14. september n.k.
.2
201807117
Ársreikningur 2017, staðfestingarbréf, skattframtal og þjónustusamningur við KPMG
Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 14
a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ársreikninginn eins og hann liggur fyrir og staðfestir með undirritun sinni á reikninginn ásamt framkvæmdastjóra.
b) Stjórn Leiguíbúða Dalvikurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning við KPMG og felur framkvæmdastjóra að undirrita.
c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi skattframtal og felur framkvæmdastjóra að undirrita.
d) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi staðfestingarbréf og felur framkvæmdastjóra að undirrita.
Bókun fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.