Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
-
Landbúnaðarráð - 118
Í samræmi við bókun ráðsins frá 114. fundi þann 16. nóvember 2017 þar sem fram kemur að landið henti illa til beitar leggur ráðið til við sveitarstjórn að ekki verði veitt leyfi fyrir stærra landi umhverfis byggingarlóðina en nauðsynlegt getur talist, að hámarki 2 ha.
Landbúnaðarráð hefur kynnt sér það land sem laust er til beitar við Hauganes og leggur til að umsækjendum verði boðið allt að 12 ha lands norðan Hauganess samkvæmt fylgiskjali.
Ráðið leggur einnig til að þeir samningar sem gerðir verði um beitar- og slægjulönd séu í samræmi við það samningsform sem sveitarfélagið hefur unnið eftir síðastliðin ár.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Frestað
Bókun fundar
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að afgreiðslu á lið 17.1 verði frestað og vísað til byggðaráðs til að nýkjörnir fulltrúar í sveitarstjórn geti kynnt sér gögn málsins frá upphafi fram að núverandi stöðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
-
Landbúnaðarráð - 118
Landbúnaðarráð getur ekki fallist á þátttöku sveitarfélagsins þar sem ekki er um sambærilegar aðstæður að ræða og á Árskógsströnd.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.