Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74, frá 11.05.2018

Málsnúmer 1805003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

  • Fyrir fundinum voru kynntar fundargerðir 402. fundar og 403. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fyrri fundurinn var haldinn mánudaginn 19. mars 2018 og sá síðari var haldinn mánudaginn 23. apríl 2018. Báðir fundirnir voru haldnir í fundarsalnum Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

    Sviðsstjóri vekur athygli á 9. ml. í fundargerð frá 403. fundi Hafnasambandisins. Þar er fjallað um öryggismál hafna og lagt til að þau verði tekinn upp á hafnasambandsþingi í haust.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201805028 Samstarfsyfirlýsing
    Stjórn Hafnasambands Íslands sendir ykkur til umsagnar drög að samstarfsyfirlýsingu milli Hafnasambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtarmála.
    Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 18. maí nk. þar sem til stendur að undirrita yfirlýsinguna í lok maí.
    Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

    Vill stjórn biðja ykkur um að birta ekki skjalið opinberlega á vefjum ykkar þar sem einungis er um drög að ræða. Endanleg útgáfa verður send á allar hafnir í lok maí.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagt fram. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201804068 Ársreikningur 2017
    Eftirfarandi barst rafpósti þann 16. apríl 2018.

    Meðfylgjandi er ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

    Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir þriðjudaginn 22. maí nk.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Ársreikningur lagður fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 24. apríl 2018 barst eftirfarandi erindi:

    "Á stjórnarfundi hafnasambandsins sem haldinn var 23. apríl sl. var lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl 2018, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

    Ákvað stjórn að senda frumvarpið, ásamt fyrri umsögn hafnasambandsins á aðildarhafnir og óska eftir athugasemdum.

    Umsögnina má finna í viðhengi og hér er tengill á frumvarpið: http://www.althingi.is/altext/148/s/0607.html

    Ef þið hafið athugasemdir þá vinsamlegast sendið þær á valur@samband.is fyrir 2. maí nk."

    Fram kemur í umsögninni eftirfarandi:

    „Stjórn Hafnasambandsins tekur undir markmið frumvarpsins sem kemur fram í 1. gr. þess. Hafnasambandið telur nauðsynlegt að skerpa á skipulagsþáttum við strendur Íslands og á hafsvæðum innan efnahagslögsögunnar. Þau atriði sem varða hafnir sérstaklega eru m.a. eftirfarandi atriði:

    a.
    Megin siglingaleiðir að frá höfnum.
    b.
    Skilgreining hafnasvæða á sjó.
    c.
    Reglur um dýpkun, varp á dýpkunarefni í hafið og efnisvinnsla á hafsbotni.
    d.
    Heimildir til staðsetningar fiskeldis, kræklingaeldis og annarrar staðbundinnar starfssemi á sjó.
    e.
    Gildistími starfsleyfa og ákvæði um tryggingar til að fjarlægja kvíar eða búnað til eldis í sjó

    Ábendingar um það sem þarfnast, að mati Hafnasambands Íslands, betri skýringar á er .a. eftirfarandi:

    a.
    Gert er ráð fyrir að svonefnt svæðisráð, skipað 7 fulltrúum, annist gerð strandsvæðisskipulag á tilteknu svæði. Í 15. greinar frumvarpsins er nánar skilgreint hverjir sitja í ráðinu og að fulltrúa ráðuneyta hafi neitunarvald. Þrátt fyrir þetta ákvæði 11. greinar frumvarpsins verður ekki séð að nauðsynlegir hagsmunir sveitarfélaga né hafna séu tryggðir með þessu fyrirkomulagi. Mikilvægt er að undirbúningur skipulags strandsvæða sé í nánu samstarfi við þau sveitarfélög og hafnir sem málið varðar og helst á ábyrgð þeirra eins og gildir almennt í skipulagsmálum á Íslandi.
    b.
    Ýmis mál sem varða nýtingu strandsvæða og hafsvæða er nú vistað hjá mismunandi ráðuneytum og stofnunum. M.a. varðandi dýpkun í höfnum, varps dýpkunarefnis í hafið, efnisvinnslu á hafsbotni og skipulag landfyllinga. Mikilvægt er að ekki verði settar frekari skorður en nú eru við undirbúning og framkvæmd verkefna sem geta haft í för með sér verulega töf nauðsynlegra framkvæmda í höfnum.
    c.
    Þá er bent á að í starfsemi hafna eru fjölmörg lagaákvæði og ákvæði reglugerða sem varða ýmis atriði varðandi umhverfismál, svo sem dýpkun, mengun, móttöku sorps, útblástur skipa í höfnum o.fl. Mikilvægt er að fjalla um hvernig þessi ákvæði falla að hugmyndum um skilmála strandsvæðaskipulags og hver réttarstaða hafna er ef gerðar verða strangari kröfur um einstök atriði í strandsvæðaskipulagi.
    d.
    Ekkert er í frumvarpinu kveðið á um umhverfisþætti sem lúta að útblæstri skipa, en Hafnasamband Íslands hefur bent á að skynsamlegt sé að lögfesta nú þegar Viðauka VI við svonefndan Marpol samning, sem myndi draga verulega úr losun brennisteins frá skipum sem brenna svartolíu. Eðlilegast væri að brennsla svartolíu væri bönnuð.

    Hafnasamband Íslands telur þörf á vinnu og aðgerðum við skipulag strand- og hafsvæða, en telur einnig að ígrunda þurfi vel þá skilmála sem verða settir, einkum hvað varðar hagsmuni hafna.“
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Veitu- og hafnaráð tekur undir allt það sem fram kemur í umsögn Hafnasambandsins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða og samþykkir samhljóða að gera umsögnina að sinni umsögn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Mað rafpósti, sem dagsettur er 26. 04.2018,frá Samgöngustofu er verið að fjalla um neðangreint.

    "Öryggi í höfnum.

    Um öryggismál hafna gilda hafnalög nr. 61/2003 og reglugerð 326/2004 um hafnamál en VI kafli reglugerðarinnar fjallar sérstaklega um slysavarnir í höfnum.

    Í 7. gr. laganna segir m.a.: "Eigandi hafnar er ábyrgur fyrir því að mannvirki, búnaður og rekstur hafnarinnar sé ætíð í samræmi við gildandi lög og reglugerðir."

    Í 19. gr. reglugerðarinanr segir m.a.: "Hafnarstjórnir skulu sjá til þess að öryggisbúnaði í höfnum sé ætíð vel við haldið og hann nothæfur."

    Ábyrgð eiganda og rekstraraðila á öryggismálum hafnar ætti því að vera ljós, þó að Samgöngustofa hafi eftirlit með framkvæmdinni.

    Eftirliti með öryggismálum hafna hefur verið þannig háttað undanfarin ár að eftirlitsmenn Siglingastofnunar tóku út öryggismál í höfnum, samhliða öðru eftirlit.

    Nú hefur Samgöngustofa tekið yfir það hlutverk sem Siglingastofnun hafði áður þ.e. eftirlit með öryggismálum hafna. Um skyldur Samgöngustofu má m.a. lesa í 5. gr. laga um Samgöngustofu ... nr. 119/2013 og í 4. og 6. gr. Hafnalaga nr. 61/2003.

    Á undanförnum árum hafa eftirlitsmál tekið nokkrum breytingum í þá átt að sífellt meira er stuðst við skjalfest innra eftirlit rekstraraðila, sem síðan miðlar upplýsingum til stjórnsýslustofnana. Samgöngustofa hefur áhuga á að fara í þá átt með eftirlit með öryggismálum hafna. Það hlýtur að vera akkur allra sem að málinu koma að ástand öryggismála sé sem best.

    Samgöngustofa er nú að setja af stað verkefnið um eigið eftirlit með öryggi hafna og óskar samstarfs við hafnir víða um landið til að verkefnið takist sem best.

    Jafnframt verður farið í átak um þjálfun starfsmanna í samræmi við 31. gr. Hafnareglugerðar.


    Framkvæmdir í höfnum.

    Samgöngustofa vill hér minna á ákvæði í 6. gr. Hafnarlaga nr. 61/2003 þar sem segir m.a.:

    "Öll mannvirkjagerð í höfnum skal vera í samræmi við gildandi skipulag fyrir viðkomandi sveitarfélag. Samgöngustofa skal fylgjast með að við hönnun og byggingu hafnarmannvirkja sé fylgt að minnsta kosti lágmarkskröfum um styrkleika mannvirkja og öryggi notenda hafnanna. Hafnir skulu tilkynna Samgöngustofu um fyrirhugaðar framkvæmdir og leggja fyrir stofnunina gögn um gerð mannvirkjanna til samþykktar áður en framkvæmdir eru hafnar. Samgöngustofu er heimilt að veita einstökum höfnum undanþágu frá þessu byggingareftirliti, enda geti þær sýnt fram á að starfsmenn þeirra hafi yfir nægri tækniþekkingu að ráða og fyrir hendi sé vel skilgreint innra eftirlit."



    Uppsetning hafnarvita, innsiglingarljósa og annarra leiðarmerkja.

    Í lögum um vitamál nr. 132/1999 er kveðið á um hlutverk Samgöngustofu varðandi leiðarmerki. Þar segir m.a. í 2. gr. að Samgöngustofa skuli

    "... hafa eftirlit af hálfu ríkisins með uppsetningu og rekstri leiðarmerkja sem einstök sveitarfélög eða einstaklingar setja upp."

    Í 3. gr. laganna segir m.a. að leiðarmerki megi

    "... ekki taka í notkun fyrr en úttekt hefur farið fram af hálfu Samgöngustofu ..."



    Vill Samgöngustofa minna hafnastjóra á að gæta vel að ofangreindu og hika ekki við að hafa samband, sé eitthvað óljóst."

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi frá Umhverfisstofnun, sem dagsett er 20. apríl 2018, kemur fram að Umhverfisstofnun hefur farið yfir áætlun hafna í Dalvíkurbyggð um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa og staðfest sbr. 4. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014. Bent er á að endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti sem og eftir meiriháttar breytingar á rekstri hafnarinnar, sbr. 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagt fram til kynningar, Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vinna við niðurrekstur á stálþili gengur eins og búast mátti við. Fyrir fundinum liggur fundargerð 4. verkfundar sem haldinn var 14.3.2018 og var undirrituð og staðfest á 5. verkfundi sem haldinn var 12.04.2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Verkfundargerð lögð fram til kynningar. Miklar umræður urðu um framkvæmd verksins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfaðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 74 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.