Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73, frá 11.04.2018

Málsnúmer 1804005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

Til afgreiðslu:
5. liður.
  • Fyrir fundinum lá fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn var haldinn mánudaginn 26. febrúar kl. 11:30 2018, í fundarsalnum Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

    Sviðsstjóri vill vekja athyli á 6. lið fundargerðarinnar þar sem fjallað er um minnisblað Jóns Þorvaldssonar aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna, dags. 29. nóvember 2017, um varp dýpkunarefna í sjó og umfjöllun Umhverfisstofnunar um málsmeðferð skv. reglum útgefnum í desember 2016.
    Hægt er að lesa minnisblaðið, sem er fylgiskjal undir málinu.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vinna við niðurrekstur á stálþili gengur eins og búast mátti við. Fyrir fundinum liggur fundargerð 3. verkfundar sem haldinn var 1.3.2018 og var undirrituð og staðfest á 3. verkfundi sem haldinn var 15.03.2018.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi sem dagsett er 20. mars 2018, kynnir Umhverfisstofnun áform sín um áminningu og gerir kröfu um úrbætur um móttöku og meðhöndlun farmleifa frá skipum.

    Endurskoðuð áætlun barst frá Dalvíkurbyggð 5. janúar 2017. Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við áætlunina þess efnis að í hana vantaði tölur um magn og tegund úrgangs.

    Leiðréttingar hafa ekki borist og hefur Umhverfisstofnun því ekki getað staðfest endurskoðaða áætlun hafna Dalvíkurbyggðar frá 2016, eins og henni ber samkvæmt 3.mgr. 6.gr. reglugerðar 122/2014.

    Umhverfisstofnun veitir Dalvíkurbyggð frest til 9. apríl 2018 til að bæta úr vanefndum og koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna fyrirhugaðrar áminningar sbr. 13.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

    Sviðsstjóri hefur rætt við lögfræðing Umhverfisstofnunar vegna bréfs stofunarinnar og er nauðsyn á að skila inn umbeðnum upplýsingum fyrir helgi.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Sviðsstjóra falið að svara erindinu og koma umbeðnum upplýsingum til stofnunarinnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrir fundinum liggur tilboð frá Króla ehf í flotbryggju með uppsetningu og öllum frágangi. Tilboðsverð er kr. 10.550.000 m/VSK og fyrirhuguð afgreiðsla er um miðjan júní n.k.
    Verkkaupi þarf að sjá um að ná í flotbryggjuna til Akureyrar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá Króla ehf í flotbryggju fyrir Hauganes og óskar jafnframt eftir viðauka vegna þessara framkvæmdar að fjárhæð kr. 4.000.000,-.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti sem dagsettur er 3. apríl 2018
    óskar Össur Willard eftir viðleguplássi í Dalvíkurhöfn frá
    byrjun maí fyrir 10 metra ribbát. Óskað er eftir plássi við flotbryggju. Báturinn verður notaður til farþegaflutninga og aðra atvinnustarfssemi.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra og hafnavörðum að finna hentugt legupláss fyrir umsækjanda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • .6 201801046 Starfsmannamál.
    Gunnþór E. Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður mun láta af störfum þann 30. apríl 2018. Veitu- og hafnaráð þakkar Gunnþóri vel unnin störf fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og óskar honum alls hins best í framtíðinni.
    Á fundinn var einnig mættur Rúnar Ingvarsson á sinn fyrsta fund ráðsins og bauð formaður hann velkominn til starfa.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir þakkir og óskir til Gunnþórs Eyfjörðs Sveinbjörnssonar sem mun láta af störfum sem yfirhafnavörður um næstu mánaðarmót.

    Enginn tók til máls og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.