Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 838, frá 3.10.2017.

Málsnúmer 1709020F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

  • Undir þessum lið mættu á fund byggðaráðs Árni Halldórsson frá Whales Hauganes ehf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

    Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Á 64. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað: "Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018 Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu. "

    Í tillögum veitu- og hafnasviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021 til byggðaráðs er lagt til að farið verði í framkvæmd við flotbryggju í höfninni á Hauganesi að upphæð 14,0 m.kr.

    Til umræðu ofangreint.

    Árni og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:21
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 838 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að skoða aðra möguleika hvað varðar lausn á aðgengi fyrir farþega í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýsluvið.

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýlusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs sem og starfsáætlun upplýsingafulltrúa vegna málaflokka 00 Skatttekjur, 03 að hluta vegna heilbrigðismála, 13 að hluta vegna atvinnumála, 20 Framlag til B-hluta fyrirtækja, 21 Sameiginlegur kostnaður, 22 Lífeyrisskuldbindingar, 28 Fjármunatekjur- og fjármagnsgjöld, 32 að hluta vegna tölvu - og hugbúnaðar, 57 Félagslegar íbúðir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 838 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Freydís Dana Sigurðardóttir og Guðröður Ágústsson, búsett og eigendur að Árskógi lóð 1, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:35.

    Á 812. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00.

    Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað: Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
    Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs.'

    Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land.

    Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49.
    Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.

    Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku."

    Í bréfi er barst sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 31. janúar 2017 kemur fram ósk Freydísar Dönu og Guðraðar um að sækja um stækkun lóðar í kringum Árskóga og þörf fyrir 3-4 hektara beitiland fyrir um 35 hross. Einnig koma fram áform um að fá að stækka bílskúrinn og breyta honum í hesthús. Áætluð er hestaaðstaða fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni þar sem þau stefna á uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu.

    Til umræðu ofangreint.

    Freydís Dana, Guðröður og Börkur viku af fundi kl. 15:35.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 838 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.