Til samþykktar:
liður 1
liður 2
liður 6
liður 8
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64
Veitu- og hafnaráð sækir um framkvæmda- og byggingarleyfi fyrir framkvæmdirnar og leggur fram greinargerð þar sem, að mati ráðsins, er sýnt fram á að þessar framkvæmdir falla í flokk C framkvæmda skv. viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Því til skýringar vísar ráðið í greinar 2.1, 2.2 10.14 og 10.23 í Viðauka 1. Að auki fylgja með skýringar frá Skipulagsstofnun um afgreiðslu mála af þessum toga.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum eftirfarandi bókun vegna lengingar viðlegubryggju:
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Dalvíkurbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um viðlegubryggju, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða Dalvíkurbyggðar er að Austurgarður (lenging viðlegubryggju) sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 06.09.2017.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum eftirfarandi bókun vegna landfyllingar L4:
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Dalvíkurbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða Dalvíkurbyggðar er að Landfylling á svæði L4 sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 06.09.2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela byggingafulltrúa að gefa út framkvæmda- og byggingarleyfi fyrir ofangreindar framkvæmdir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða innsent erindi vegna samgönguáætlunar 2018 - 2021.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64
Veitu- og hafnaráð bendir á nauðsyn þess að vitum landsins sé viðhaldið og gamlir vitar verndaðir, að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við afgreiðslu Siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64
Veitu- og hafnaráð telur að Hafnasamband íslands móti samræmdar reglur um gjaldfrest á hafnagjöldum skemmtiferðaskipa.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64
Lagt fram til kynningar.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64
Lagt fram til kynningar.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64
Sviðsstjóra falið að semja við Steypustöðin Dalvík ehf um verkið.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.