Íþrótta- og æskulýðsráð - 91, frá 06.06.2017.
Málsnúmer 1706004F
Vakta málsnúmer
Til afgreiðslu:
5. liður.
.1
201408097
Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur
Íþrótta- og æskulýðsráð - 91
Ingvar og Gísli Rúnar kynntu stöðu mála varðandi framkvæmdir við sundlaugina á Dalvík.
Ingvar Kristinnson vék af fundi kl. 9:10
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
.2
201706004
Hjólabraut
Íþrótta- og æskulýðsráð - 91
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu Modular Pump track hjólabrautir frá Lex Games. Íþrótta-og æskulýðsráð tekur jákvætt í að fá slíka braut á Dalvík. Ákveðið að taka málið upp í haust við vinnu við fjárhagsáætlun.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
.3
201703034
Ársreikningar íþróttafélaga 2016
Íþrótta- og æskulýðsráð - 91
Rætt um ársreikninga íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
.4
201705129
Auglýsingar á sundlaugarsvæði
Íþrótta- og æskulýðsráð - 91
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna með hvaða hætti aðrir sundstaðir eru að gera þetta. Einnig þarf samhliða að skoða hvort og þá með hvaða hætti slíkar auglýsingar yrðu seldar í íþróttasalnum.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
.5
201511067
Vinnuhópur vegna nýtingu á húsnæði Víkurrastar, sbr. hugmyndir um Frístundahús.
Íþrótta- og æskulýðsráð - 91
Með fundarboði fylgdi bókun Byggðaráðs, en þar var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu hvað varðar Víkurröst.
"Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur."
Íþrótta- og æskulýðsráð tekur jákvætt í hugmyndir um Frístundahús og er sammála því að slíkur vinnuhópur yrði myndaður. Íþrótta- og æskulýðsráð hafði álíka hugmyndir um slíkt frístundahús, en telur að með því að leggja niður starf forstöðumanns Víkurrastar sl. haust, hafi forsendur þeirrar vinnu brostið. Mikilvægt er að vinnuhópurinn verði myndaður sem fyrst, þannig að hægt verði að skoða þær tillögur sem upp koma samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.
Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.