Landbúnaðarráð - 111, frá 08.06.2017.
Málsnúmer 1705009F
Vakta málsnúmer
Til staðfestingar.
Liður 2
Liður 4
Liður 5
Liður 6
Liður 7
-
Landbúnaðarráð - 111
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Landbúnaðarráð - 111
Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 26. til 27. ágúst eða 2.-3. september 2017, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar að veita frávik um viku frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að leggja til gangnamenn helgina 8-10 september á Ytra- Holtsdal samhliða áður auglýstum gangnadögum.
Landbúnaðarráð vill benda á að ekki hafa verið gerðar athugasemdir við að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
-
Landbúnaðarráð - 111
Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir búfjárleyfi frá umsækjanda.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Landbúnaðarráð - 111
Landbúnaðarráð samþykkir að veita umbeðið leiguland og felur sviðsstjóra að ganga frá leigusamningi.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
-
Landbúnaðarráð - 111
Eftir yfirferð á þeim beitilöndum sem eru í eigu Dalvíkurbyggðar sér landbúnaðarráð sér ekki fært að verða við umbeðinni ósk um beitiland.
Ráðið telur að ekki sé laust beitiland í eigu Dalvíkurbyggðar sem henta myndi fyrir stóðhesta eins og fram kemur í umsókn.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðaráðs.
-
Landbúnaðarráð - 111
Þar sem umsækjandi hefur ekki fullnægt skilyrðum sem sett eru við umsókn um búfjárleyfi sér ráðið sér ekki fært að verða við umbeðinni ósk um búfjárleyfi.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
-
Landbúnaðarráð - 111
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar leggur til að óskað verði eftir viðbótarframlagi frá Umhverfisstofnun vegna minkaveiða í sveitarfélaginu.
Eftir átak sem gert var í minkaveiðum í Dalvíkurbyggð og nágrenni hefur aftur orðið vart við mink á svæðinu svo mikilvægt er að halda átakinu áfram, og það verður ekki gert nema með auknu fjármagni til málaflokksins.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu landbúnaðarráðs.
Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.