Til staðfestingar.
Liður 1
.1
201705063
Skóladagatal TÁT, 2017 - 2018
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Skólastjórar sveitarfélagana Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar hittust til að samhæfa skóladagatöl sín á milli og samþykkir skólanefnd framlagt skóladagatal TÁT.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
.2
201705064
Starfsmannahald næsta skólaár og breytingar/ráðningar
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Fyrri liggur fæðingarorlof hjá tveimur kennurum sem leyst verður með innanhúss tilfæringum. Þá hefur einn kennari óskað eftir að fara úr 100% stöðugildi í 50% stöðugildi og hefur skólinn brugðist við því með að auglýsa 50% stöðugildi. Að öðru leyti er starfsmannahald í góðum farvegi.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
.3
201705065
Foreldrakönnun 2017
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Niðurstöður foreldrakönnunar eru jákvæðar og tóku 72 foreldrar þátt í henni en í TÁT eru 207 nemendur. Fram komu ábendingar um aukið samspil og mun skólinn verða við því.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
.4
201705066
Starfsþróunarsamtöl - TÁT 2017
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Búið er að taka starfsþróunarviðtöl við alla kennara og er niðurstaðan að kennarar eru almennt ánægðir og líður vel í starfi.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
.5
201705067
Gjaldskrá og afslættir - TÁT 2017
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Umræðu frestað og frekari útfærslu óskað.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
.6
201705068
Fjárhagsáætlun (stöðuskýrsla, kjarasamningar 2017 og launaskrið
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Lögð fram bókfærð staða samkvæmt aðalbók fyrir tímabilið janúar til og með mars 2017. Þar kemur fram að laun tímabilsins eru 5,6 millj. umfram áætlun en skýringuna má rekja til launaskriðs sem eftir er að bókfæra fyrir tímabilið. Hvað aðra þætti rekstrarins varðar þá eru þeir á áætlun.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
.7
201705070
Reglur um þátttöku sveitarfélaga um áframhaldandi tónlistarnám nemenda
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Umræðu frestað
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
.8
201705071
Lokahátíð Nótunnar 2017 í Hörpu
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Hljómsveit á vegum TÁT fór á lokakhátíð Nótunnar í Hörpu 2. apríl s.l. og stóð sig vel.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
.9
201705074
Próf í vor, söngpróf og munnleg próf
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Átta nemendur TÁT hafa lokið fyrsta stigs prófi í söngnámi á yngra stigi.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
.10
201705072
Samæfingar og samspil
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Ákveðið hefur verið að allir kennarar TÁT taki þátt í samspili eða hljómsveitarstarfi til að bregðast við ábendingum úr foreldrakönnun og vegna áhuga nemenda.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
.11
201705073
Nýtt húsnæði TÁT á Dalvík - staðan
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3
Ráðist verður í breytingar á húsnæði Víkurrastar nú í sumar og frá og með næsta hausti mun starfsemi TÁT á Dalvík verða þar til húsa.
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.