Umhverfisráð - 287, frá 03.02.2017

Málsnúmer 1702002

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 289. fundur - 21.02.2017

Til afgreiðslu:

5. liður; sérliður á dagskrá.

6. liður; sérliður á dagskrá.

  • Til umræðu vinna við umferðaöryggisáætlun ásamt stöðu umhverfismála almennt.
    Umhverfisráð - 287 Valur Þór Hilmarsson Umhverfisstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:15.

    Valur Þór fór yfir stöðu verkefnisins. Í stað Helgu Írisar Ingólfsdóttur kom Friðrik Vilhelmsson inn í nefndina.
    Ráðið leggur til að fenginn verði ráðgjafi til aðstoðar nefndinni til að klára áætlunina fyrir sumarið 2017.
    Ákveðið að nefndin komi saman í febrúar.

    Nefndina skipa eftirfarandi.
    Friðrik Vilhelmsson
    Guðrún Anna Óskarsdóttir
    Valur Þór Hilmarsson
    og Börkur Þór Ottósson

    Valur Þór vék af fundi kl. 08:35
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.
  • Margrét Víkingsdóttir kynnir vinnu við Atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar Umhverfisráð - 287 Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:36

    Ráðið þakkar Margréti fyrir yfirferð á drögunum og leggur til hvað varðar stefnu í umhverfis og skipulagsmálum í sveitarfélaginu sé höfð til hliðsjónar greinagerð með aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
    Ráðsmenn áskilja sér rétt til að senda inn ábendingar í framhaldi af þessari kynningu.

    Margrét Víkingsdóttir vék af fundi kl. 08:53
  • Til umræðu umsagnir vegna lýsingar á aðalskipulagsbreytingu á Árskógssandi ásamt minnispunktum frá íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Árskógi 26. janúar síðastliðinn og ábendingum sem komu í kjölfarið á honum.
    Umhverfisráð - 287 Árni Ólason skipulagsráðgjafi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 09:00.

    Umhverfisráð fór yfir þær umsagnir sem borist hafa ásamt þeim ábendingum og athugasemdum sem íbúar hafa sent inn. Rætt var hvort aðrar staðsetningar fyrir seiðaeldisstöð á Árskógssandi kæmu til greina ásamt aðkomuleiðum að fyrirhugaðri staðsetningu.
    Þar sem umsögn frá Umhverfis- og Skipulagsstofnun liggur ekki fyrir, er frekari umfjöllun um málið ekki tímabær.

    Árni Ólafsson vék af fundi kl. 10:29.
  • Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma umbeðnum skráningarskýrslum til Minjastofnunar Íslands. Umhverfisráð - 287
  • Til kynningar lýsing dags 15. jan 2017 á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Dalvíkurbyggð, sem byggir á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Umhverfisráð - 287 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Á 809. fundi byggðarráðs var eftirfarandi tillögu vísað til umsagnar umhverfisráðs.
    "Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,

    að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?


    Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.


    Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
    Umhverfisráð - 287 Í samræmi við þetta samþykkir umhverfisráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.


    Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 5. og 6. eru sérliðir á dagskrá. Eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.