Til afgreiðslu:
1. liður.
3. liður.
4. liður.
5. liður, sérliður á dagskrá.
6. liður.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og söluna á húseigninni við Hólaveg 1.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda opinn fund sem fyrst að Rimum um framtíð Sundskála Svarfdæla, áætlað miðvikudaginn 1. febrúar n.k. kl. 16:30.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808
Ofangreindu erindi hvað varðar kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins er hafnað í byggðaráði; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson greiðir atkvæði með, Guðmundur St. Jónsson greiðir atkvæði á móti, Heiða Hilmarsdóttir situr hjá.
Guðmundur St. Jónsson gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
"Ég fagna frumkvæði heimamanna en tel því miður að sveitafélagið geti ekki komið að þessu verkefni með þeim hætti sem óskað er. Þetta verkefni fellur undir samkeppnismarkað þar sem ekki er um frumkvöðlastarfsemi að ræða. Ef sveitarfélagið vill taka upp annars konar styrki við íbúa eða fyrirtæki, eins og hér er beðið um, þurfa að gilda um það reglur líkt og er um frumkvöðlastyrki sveitarfélagsins, svo forsendur slíkra styrkja séu skýrar og jafnræðis sé gætt.“
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
"Ég tel að sveitarstjórn eigi að ýta undir frumkvæði heimamanna á stað eins og Hauganesi þar sem byggð hefur lengi verið brothætt og fólki fækkað. Slíkt verkefni mun styrkja stoðir atvinnulífs á staðnum sem og styrkja búsetu í sveitarfélaginu öllu."
Bókun fundar
Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í ljósi nýrra upplýsinga um stöðu mála vegna væntanlegs tjaldsvæðis á Hauganesi mun ég Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sitja hjá við afgreiðslu málsins. Málsaðilar sem óskuðu eftir þátttöku sveitarfélagsins um fjármögnun verkefnisins hafa nú leitað annarra leiða til að undirbúa verkefnið s.s. með smíði aðstöðuhúss og niðursetningar á lögnum. Í ljósi misskilnings milli málsaðila og starfsmanna sveitarfélagsins um upphaf framkvæmda og leyfi til þeirra á þeirri lóð sem ætluð er í verkefnið, er mikilvægt að lóðinni verði formlega komið í hendur umsækjenda samkvæmt reglum sveitarfélagsins áður en lengra er haldið. Mitt mat er í ljósi málsins að sveitarfélagið kosti þær lagnir og jarðvinnu sem nú þegar er fallið til en það er óverulegur kostnaður en ýtir undir að þessi framkvæmd verði að veruleika til hagsbóta fyrir atvinnulíf á Hauganesi."
Einnig tók til máls:
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðaráðs 6 atkvæðum að hafna erindinu, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson situr hjá.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita UMSE styrk á móti húsaleigu kr. 15.000, tekjur bókaðar á deild 06530 og styrkur á móti á sömu deild.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt i ofangreindri fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaga, Guðmundur St. Jónsson situr hjá.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð haldi áfram aðild að rammasamningum Ríkiskaupa.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 808
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar; 5. liður er sérliður á dagskrá; þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.