Atvinnumála- og kynningarráð - 23, frá 04.01.2017.
Málsnúmer 1701001
Vakta málsnúmer
-
Atvinnumála- og kynningarráð - 23
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar ofangreindum aðilum fyrir komuna og góðar umræður.
Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun byggðaráðs og harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Enn fremur tekur ráðið undir þá áskorun sem borist hefur yfirstjórn Húsasmiðjunnar frá hagsmunaaðilum á Tröllaskaganum, og mun birtast í fjölmiðlum, þar sem skorað er á fyrirtækið að taka til endurskoðunar þá ákvörðun að loka útibúi verslunarinnar á Dalvík.
Atvinnumála- og kynningarráð hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að gera sitt til að styðja við viðskipti og verslun í heimabyggð á jákvæðan og uppbyggilega hátt. Mikilvægt er að allir taki höndum saman og sýni í verki hversu nauðsynlegt er að hafa í sveitarfélaginu gott verslunar- og þjónustustig.
-
Atvinnumála- og kynningarráð - 23
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að halda íbúaþing 11. febrúar 2017 þar sem umfjöllunarefnin verða tækifæri, bjartsýni og jákvæð uppbygging samfélagsins.
-
Atvinnumála- og kynningarráð - 23
Lagt fram til kynningar.
-
Atvinnumála- og kynningarráð - 23
Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Þessi könnun er undanfari íbúaþings sem haldið verður 11. febrúar samanber 2. liður hér að ofan.
.5
201602037
Ný heimasíða
Atvinnumála- og kynningarráð - 23
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir ánægju sinni með glæsilega heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
-
Atvinnumála- og kynningarráð - 23
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að leggja aðra sambærilega könnun fyrir vorið eða haustið 2017.
Bókun fundar
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram í sveitarstjórn.