Fræðsluráð - 211, frá 14.12.2016.

Málsnúmer 1611012

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 288. fundur - 17.01.2017

  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 17. nóvember 2016 þar sem kynnt er Íslandsmót iðn- og verkgreina og einnig framhaldsskólakynning sem verður í Laugardagshöllinni í Reykjavík 16.-18. mars 2017 á vegum Verkiðnar. Tilgangur keppninnar er að auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar, bæta ímynd iðn- og verkgreina og vekja áhuga grunnskólanema á slíku námi.Verkiðn styrkir ferðir grunnskólanemenda með þátttöku í ferðakostnaði. Verkiðn óskar eftir tilnefningu tengiliðs frá skólum vegna skipulagningar á ferðum og fjölda nemenda frá hverjum skóla. Fræðsluráð - 211 Fræðsluráð felur skólastjórnendum í Dalvíkurskóla að taka ákvörðun um það hverju sinni hvort tilboð sem þetta verður nýtt og felur Gísla Bjarnasyni, skólastjóra að skoða málið nánar.
  • Hlynur fór yfir stöðumat fjárhags frá janúar-nóvember 2016 fyrir Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakot. Tölulegar upplýsingar fylgdu fundarboði. Fræðsluráð - 211 Lagt fram til kynningar.
  • Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri Krílakots sagði frá 700.000 króna styrk sem leikskólinn fékk á árinu úr Þróunarsjóði innflytjendamála og frá þróunarstarfi sem fram fer undir skammstöfuninni LAP og hófst haustið 2015 með styrk frá Sprotasjóði til tveggja ára.
    Markmið LAP (Linguistically Appropriate Practice)eru:
    -að kennarar tileinki sér að að efla tvítyngi, fjölmenningarlegan skólabrag, vinna gegn fordómum og auka víðsýni.
    -að styðja við börn af erlendum uppruna og efla sjálfsmynd þeirra.
    -að móðurmál allra sé viðurkennt og litið á tvítyngi sem styrkleika en ekki veikleika.


    Fræðsluráð - 211 Fræðsluráð þakkar Drífu fyrir góða kynningu og fagnar því merkilega starfi tengdu fjölmenningu sem unnið er á Krílakoti. Fræðsluráð hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna. Bókun fundar Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur fram eftirfarandi bókun:

    "Fræðsluráð, á fundi sínum 14. desember 2016, hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna.
    Í skólunum hefur margt gott áunnist í vinnu með fjölmenningu og til er fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu er fjöldi fólks með ólíkan menningarbakgrunn og í þeim búa tækifæri til að gera gott samfélag enn betra.
    Árið 2009 gaf Eyþing (landshlutasamtök 13 sveitarfélaga á Norðausturlandi) út metnaðarfulla fjölmenningarstefnu og samkvæmt samtali mínu nú í janúar við framkvæmdastjóra Eyþings ætlar hann að taka það upp á stjórnarfundi að stefnan verði endurskoðuð þar sem fleiri hafa ljáð máls á því. Hann benti einnig á það að í nýrri byggðaáætlun er talsverð áhersla á málefni innflytjenda.
    Ég legg til að byggðarráð fari yfir stöðu mála fjölmenningar með það að markmiði að vinna að því að móta skýr markmið og setja fram fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Slík stefna verði unnin í samvinnu við Eyþing og skólana í Dalvíkurbyggð þar sem fjölmenningarstefnur eru til staðar og unnar fyrir íbúa í sveitarfélaginu, sem og aðra aðila sem kunna að búa að upplýsingum og reynslu sem nýtist við slíka vinnu.
    Byggðarráð komi málinu í farveg með tilliti til hvaða vinnu þarf að vinna og til hvers, hverjir ættu að vinna hana og á hvaða tímabili. Formaður byggðarráðs er tilbúinn að vera í forystu um gerð stefnunnar."

    Guðmundur St. Jónsson.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar.
  • Hlynur gerði grein fyrir ráðningu leikskólastjóra á Krílakot og þeim gögnum sem fylgdu með fundarboði. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri frá og með 1. mars 2017. Fræðsluráð - 211 Lagt fram til kynningar. Drífa Þórarinsdóttir mun gegna starfi leikskólastjóra til og með 3. febrúar 2017.
  • Með fundarboði fylgdi skýrsla Menntamálastofnunar um niðurstöður Ytra mats á leikskólanum Krílakoti sem fram fór í ágúst s.l. Skila þarf umbótaáætlun fyrir 1. febrúar er 2017. Fræðsluráð - 211 Fræðsluráð fagnar góðri niðurstöðu matsins sem sýnir að skólastarfið á Krílakoti er mjög gott. Leikskólastjóra er falið að vinna drög að úrbótaáætlun fyrir næsta fund ráðsins.
  • .6 201606030 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 211
  • .7 201611158 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 211
  • .8 201611130 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 211
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Hjörleifi Erni Jónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, dagsett 22. nóvember 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda dags. 5. ágúst 2011 og áætlaður kennslukostnaður í Tónlistarskólanum á Akureyri skólaárið 2016-2017. Bréf Hjörleifs varðar nemanda með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem stundar grunnnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Leitað er samþykkis Dalvíkurbyggðar fyrir að greiða þann hluta kennslukostnaðar sem Akureyrarbær greiðir almennt fyrir nemendur með lögheimili þar. Fræðsluráð - 211 Fræðsluráð hafnar erindinu með 4 atkvæðum þar Hlynur hafði staðfestingu frá skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga á að skólinn getur boðið nemandanum sambærilegt nám sem fram færi á Akureyri eða á Dalvík. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.