Umhverfisráð - 279

Málsnúmer 1607002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 783. fundur - 15.07.2016

Til afgreiðslu liðir nr: 9.1, 9.2, 9.3, 9.4, 9.5, 9.7, 9.10, 9.11, 9.12, 9.13, 9.14 og 9.15.
Til staðfestingar 279 fundargerð umhverfisráðs frá 15. júní 2016
  • Til umræðu tillögur sem bárust vegna opna svæðisins milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð þakkar innsendar hugmyndir og leggur til að umhverfisstjóra verði falið að vinna frekar úr þeim.
    Ráðið leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar 2017 sé gert ráð fyrir fjármunum í þetta verkefni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
  • Með innsendu erindi dag. 3. júní 2016 óska íbúar að Böggvisstöðum og íbúar við Böggvisbraut og Skógarhóla eftir því að vegtenging að Böggvisstöðum verði lokað samkvæmt meðfylgjandi erindi. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð þakkar innsent erindi og leggur til að veginum verði lokað til reynslu í eitt ár, en þó með möguleika að hægt sé að opna veginn við sérstök tilefni.
    Umhverfisstjóra falið að útfæra lokunina, en ráðið leggur áherslu á hugað sé öryggi vegfarenda.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum
    Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Fyrir hönd eiganda að Grundargötu 7 óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi með innsendu erindi dags. 11. júlí 2016 fyrir viðbyggingu og breytingar samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsent erindi og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn að undangenginni grendarkynningu.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Fyrir hönd eigenda Ytri-Haga óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi með innsendu erindi dags. 11. júlí 2016 fyrir smáhýsi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsent erindi og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi með innsendu erindi dags. 6. júní 2016 fyrir þjónustuhús við ferjubryggjuna á Árskógssandi. Umhverfisráð - 279 Umhverfiráð samþykkir innsent erindi og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 18. júní 2016 vill Guðrún Pálína Jóhannsdóttir koma á framfæri athugasemdum til sveitarfélagsins að ekki sé nóg unnið í því að hirða um opin svæði hjá sveitarfélaginu þegar kemur að vexti illgresis, biðukollum og túnfíflum. Umhverfisráð - 279 Ráðið þakkar Guðrúnu Pálínu innsent erindi og felur umhverfisstjóra að fara yfir umhirðu á umræddum svæðum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með rafpósti dagsettum 15. júní 2016 óskar Bjarni Jóhann Valdimarsson eftir stöðuleyfi fyrir hönd Valdimars Kjartanssonar. Um er að ræða stöðuleyfi fyrir tvo gáma við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að veita stöðuleyfi til eins árs.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna sérstakrar úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð, sjá meðf. augl. Umhverfisráð - 279 Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar rapóstur dags. 29. júní 2016 þar sem Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð fagna framtakinu og felur sviðsstjóra að undirbúa umsókn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 7. júlí 2016 óskar Arngrímur Ævar Ármannsson ( Verkís) fyrir hönd eiganda að verlsunarhúsi við Hafnartorg eftir leyfi til að skipta um utanhúsklæðingu á Svarfdælabúð smakvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við innsenda umsókn og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020,framlenging Böggvisbrautar til norðurs þar sem gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, hafnarsvæðis á Dalvík ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016.
    Ein athugasemd barst á auglýsingatíma.
    1)
    Skipulagsstofnun dags. 20. júní 2016.
    a)
    Óskað er eftir tímasetningu á byggingu á hreinsivirkis.
    b)
    Óskað er eftir að tilgreindir séu þeir aðilar sem vakta áhrif áætlunarinnar.
    c)
    Óskað er eftir að gerð sé grein fyrir áherslum í gæðamarkmiðum vegna neikvæðra áhrifa stórra bygginga.
    d)
    Óskað er eftir nýrri umsögn Minjastofnunar Íslands og að gerð verði grein fyrir hverfisvernd eða sérstakri varðveislu húsa.
    e)
    Mælt er með að skipulagssvæðið nái út fyrir höfnina.
    f)
    Bent er á að á skipulagsuppdrætti hafi skástrikun í landfyllingum fallið út.
    Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þegar breyting á aðalskipulagi vegna Dalvíkurhafnar hefur verið staðfest.
    Svör við athugasemdum:
    a)
    Til stendur að árið 2017 verði hreinsibúnaði komið fyrir í núverandi mannvirki og mun fráveita Dalvíkur þá uppfylla 1. stigs hreinsun. Fært inn í umhverfisskýrslu.
    b)
    Lögbundnir aðilar s.s. Heilbrigðiseftirlit, Umhverfisstofnun og byggingaryfirvöld viðkomandi sveitarfélags munu vakta áhrif áætlunarinnar.
    c)
    Ítarlega er gerð grein fyrir gæðamarkmiðum í kafla 3.15 Almennar gæðakröfur í greinargerð með tillögunni.
    d)
    Umsögn Minjastofnunar Íslands barst Dalvíkurbyggð dags. 23. júní 2016. Húsakönnun hefur verið í vinnslu og er henni ekki lokið. Í deiliskipulagstillögunni er ekki hreyft við þeim húsum sem eru viðfangsefni húsakönnunar.
    e)
    Ekki er talin ástæða til þess að stækka deiliskipulagssvæðið þó svo að aðalskipulagsbreytingin nái út yfir stærra svæði.
    f)
    Skástrikun landfyllinga á uppdrætti hefur verið leiðrétt.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
    Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.
    Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þegar breyting á aðalskipulagi vegna Dalvíkurhafnar hefur verið staðfest.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Lögð fram tillaga að breytingum á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Atvinnu- og íbúasvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar skal auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar skal auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum
  • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi atvinnu- og íbúðasvæðis á Árskógssandi. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samtímis auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samtímis auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.