Til afgreiðslu:
Ekkert en 2. liður verður tekinn fyrir sem sérstakur liður á fundi byggðaráðs þegar formaður og varaformaður veitu- og hafnaráðs hafa tök á að mæta á fund byggðaráðs.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50
Þegar veitu- og hafnaráð fékk tillögu Vegagerðar ríkisins til skoðunar þá var valin sú staðsetning sem gæti þjónað farþegum ferjunnar sem best, og gerlegt væri að tengja hýsið við þjónustuveitur Dalvíkurbyggðar og síðast en ekki síst myndi ekki skerða þróunarmöguleika hafnarinnar á Ársskógsandi til framtíðar litið. Að þessu sögðu þá mælir veitu- og hafnaráð með óbreyttri staðsetningu á hýsinu.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50
Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðarráð að í stað þess að setja niðurskurðarkröfu á B hluta fyrirtæki sveitarsjóðs verði sett á þau ákeðin framlegðarkrafa. Rekstur þessara fyrirtækja og þá sérstaklega Hafnasjóðs hefur verið með ágætum.
Bundnar eru miklar væntingar til Hafnasjóðs, á næstu árum er búist við mikilli aukningu á umsvifum vegna byggingar á nýju frystihúsi og bættri viðlegu í Dalvíkurhöfn.
Niðurskurður í rekstri B hluta fyrirtækja þar sem eingöngu er horft til gjalda á því ekki við að mati ráðsins.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50
Sviðsstjóra falið að koma upplýsingum til lóðarhafa og eiganda lóðanna um hver kostnaðurinn gæti orðið við verkefnið.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að koma öllum þeim gögnum sem málið snertir til lögfræðings Dalvíkurbyggðar.