Opnun ljósmyndasýningar - Sindri Swan

Opnun ljósmyndasýningar - Sindri Swan
Listamaðurinn Sindri Swan opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Bergi, föstudaginn 15. apríl kl. 14:00.
 
Sindri byrjaði að taka ljósmyndir þegar hann var ungur að árum og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á því listformi.
 
Sindri flutti heim árið 2020 eftir að hafa búið erlendis þar sem hann nam bæði leiklist og leikstjórn. Eftir að heim var komið, í sitt gamla umhverfi, upplifði hann það í nýju ljósi.
 
Síðustu tvö ár hefur hann ferðast um norðurlandið (og víðar) og reynt að fanga hið einstaka í því hversdagslega.
 
Fjarlægðin gerir fjöllin blá var einhverntíman ort en eftir að hafa búið erlendis um tíma segir Sindri að það máltæki hafi fengið nýja merkingu í sínum huga. Myndirnar tala sínu máli.
Formleg opnun verður á föstudaginn langa og tekur Sindri vel á móti öllum gestum.
Sýningin verður síðan opin á opnunartíma hússins fram í miðjan maí og öll myndverk til sölu.
 
Sjáumst í Bergi