Kammerkór Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar heldur jólatónleika í fyrsta sinn og er það einkar ánægjulegt að sækja Berg heim, tónleikastað þar sem þessi a capella kór nýtur sín einstaklega vel á tónleikum.
Á efnisskrá verða ýmiss hugljúf jólalög auk klassískra kórverka. Kammerkór Norðurlands hefur á sínum starfsárum lagt sitt af mörkum til menningarstarfs á Norðurlandi eystra og víðar um landið með fjölbreyttu tónleikahaldi, þátttöku í stórum tónlistarverkefnum m.a. með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Hymnodia Kammerkór og Skagfirska Kammerkórnum og með útgáfu hljómdiska.
Kammerkór Norðurlands býður ykkur öll hjartanlega velkomin á þessa jólatónleika í Bergi laugardagskvöldið 16. desember kl. 20:00