Fjölskyldan mín - Ásta Valgerðardóttir segir frá og les úr bók sinni.

Ásta Valgerðardóttir gaf nýverið út bókina Fjölskyldan mín og ætlar að bjóða Dalvíkingum og nærsveitingum upp á upplestur í barnahorni bókasafnsins og vonandi líflegar umræður á eftir. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur og Lára Garðarsdóttir er höfundur mynda. 


Bókin segir frá Friðjóni sem er fimm ára leikskólastrákur og á tvær mömmur. Hann veit fátt skemmtilegra en að leika sér við vini sína. Í dag er fjölskyldudagur á leikskólanum og krakkarnir komast að því að fjölskyldur eru jafnólíkar og þær eru margar. Raunar má segja að allar fjölskyldur séu einstakar!

Fjölskyldan mín er skemmtileg bók sem opnar umræðu um ólík fjölskylduform. Fögnum fjölbreytileikanum!

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!

 

Hér - má lesa viðtal við Ástu Rún á Vísi. 

Hér - er umfjöllun á DV

og að lokum má hér lesa umfjöllun á gayiceland!