Jöfnunarsjóður sveitarfélaga; Úthlutun framlaga 2023 og 2024

Málsnúmer 202309108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1081. fundur - 28.09.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á:
a) Áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs 2023 til Dalvíkurbyggðar skv. nýjustu upplýsingum á vef sjóðsins. Hækkun er miðað við fyrri áætlanir um kr. -5.016.250 nettó; annars vegar kr. -8.360.852 vegna tekjujöfnunarframlags og hins vegar kr. 3.344.602 lækkun vegna útgjaldajöfnunarframlags.
b) Áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs 2024 til Dalvíkurbyggðar skv. upplýsingum á vef sjóðsins fyrir þau framlög þar sem ákvörðun um úthlutanir liggja fyrir. Miðað við áætluð framlög 2023 þá er hækkun á milli ára um 110 m.kr., þar af útgjaldajöfnunarframlagið um 70 m.kr.

Lagt fram til kynningar.