Tekinn fyrir rafpostur frá Þekkingarneti Þingeyinga, dagsettur þann 12. desember sl., þar sem óskað er eftir að þessi póstur verði framsendur á starfsfólk, kjörna fulltrúa í sveitastjórn og fulltrúa í fastanefndum sveitarfélaganna. Fyrir um tveimur vikum síðan hóf Þekkingasetrið útsendingu á könnun á fræðsluþörfum starfsfólks sveitarfélaga, kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og fulltrúum í fastanefndum á starfssvæði SSNE en svörun á könnuninni hefur farið hægt af stað. Það er afar mikilvægt að þátttaka í könnuninni verði góð. Verkefnið er meðal áhersluverkefna sóknaráætlunar SSNE og niðurstöður könnunarinnar eru grunnur sem nýttur verður til að útbúa fræðsluáætlun fyrir starfsfólk sveitarfélaganna og fulltrúa í sveitastjórnum og fastanefndum. Það tekur um 10 mín. að svara könnuninni sem er nokkuð ítarleg en veitir þar með enn betri grunn fyrir fræðsluáætlun með góðri svörun.