Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs; Heimtaug rafmagns- og ljósleiðara að vatnstank Upsa og Miðkoti - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202211148

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 22. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 fyrir rafmagnsinntak að vatnstaki í Upsa. í fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir ljósleiðaratengingu að Miðkoti og að vatnstanki við Upsa. Árið 2023 er síðan gert ráð fyrir rafmagnsinntaki að vatnstanki. Komið hefur í ljós að hægt verður að ná fram töluverðum sparnaði með því að leggja ljósleiðara og rafmagnsheimtaug samhliða að Upsa. Óskað er því eftir því að færa það fjármagn sem gert var ráð fyrir í fjárfestingu á rafmagnsheimtaug 2023 yfir á 2022. Því er óskað eftir viðauka á lið 44200-11606 þannig að hann lækki um kr. 510.000 vegna ljóðsleiðara en hækki á móti um kr. 2.130.000 vegna rafmagnsinntaks. Nettó breytingin er því kr. 1.620.000 til hækkunar á lið 44200-11606.








Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.620.000 á lið 44200-11606, viðauki nr. 35, og að honum verði mætt með lækkun á fjárveitingu vegna Norðurgarðar á lykli 42200-11606 í samræmi við tillögu frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 22. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 fyrir rafmagnsinntak að vatnstaki í Upsa. í fjárhagsáætlun 2022 er gert ráð fyrir ljósleiðaratengingu að Miðkoti og að vatnstanki við Upsa. Árið 2023 er síðan gert ráð fyrir rafmagnsinntaki að vatnstanki. Komið hefur í ljós að hægt verður að ná fram töluverðum sparnaði með því að leggja ljósleiðara og rafmagnsheimtaug samhliða að Upsa. Óskað er því eftir því að færa það fjármagn sem gert var ráð fyrir í fjárfestingu á rafmagnsheimtaug 2023 yfir á 2022. Því er óskað eftir viðauka á lið 44200-11606 þannig að hann lækki um kr. 510.000 vegna ljóðsleiðara en hækki á móti um kr. 2.130.000 vegna rafmagnsinntaks. Nettó breytingin er því kr. 1.620.000 til hækkunar á lið 44200-11606. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 1.620.000 á lið 44200-11606, viðauki nr. 35, og að honum verði mætt með lækkun á fjárveitingu vegna Norðurgarðar á lykli 42200-11606 í samræmi við tillögu frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2022 á lið 44200-11606 þannig að hann lækki um kr. 510.000 vegna ljóðsleiðara en hækki á móti um kr. 2.130.000 vegna rafmagnsinntaks. Nettó breytingin er því kr. 1.620.000 til hækkunar á lið 44200-11606. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á fjárveitingu vegna Norðurgarðar á lykli 42200-11606 í samræmi við tillögu frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.