Tekin fyrir rafpóstur dagsettur 18.nóvember 2022 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu en haldinn var opinn kynningarfundur í byrjun desember frá félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra en kynnt voru drög að aðgerðaráætlun til fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk. Kynnt var nafn verkefnisins sem er; Gott að eldast. Fram kom í máli ráðherranna að það eigi að vera gott að eldast á Íslandi. Fólk eigi að gera látið sig hlakka til efri áranna og síðustu áratugir ævinnar eigi að vera með þeim bestu. Til þess að svo geti orðið þurfi að flétta saman ólíka þætti í sterka taug sem tengir okku röll saman. Markmiðið er að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt sé að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi. Hægt er að sjá kynningarbæklinginn og upptöku af fundinum á heimasíðu Stjórnarráðs íslands.