Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 22. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna skólaaksturs í kjölfar útboðs. Óskað er eftir kr. 5.864.709 alls, kr. 4.052.261 á lið 04210-4113 og kr. 1.812.448 á lið 04240-4113. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 4.052.261 á lið 04210-4413 og kr. 1.812.448 á lið 04240-4113 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."