Tekið fyrir erindi frá Bátum og búnaði ehf. fyrir hönd Elvars Þórs Antonssonar, rafpóstur dagsettur þann 16. nóvember sl., þar sem sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er boðinn forkaupsréttur að Fannari EA029 nr. 1958. Í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, 12. grein, 3. mgr. segir: Eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, tilútgerðar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipinu. Forkaupsréttur skal boðinn skriflega þeirri sveitarstjórn sem hlut á að máli og söluverð og aðrir skilmálar tilgreindir á tæmandi hátt.