Tekið fyrir erindi dags. 18.05.2022 frá Rauða krossi Íslands. Erindið varðar málefni flóttafólks sem sest hefur að í sveitarfélaginu eða mun mögulega setjast hér að. Rauði krossinn hefur um áratugaskeið stutt við bakið á flóttafólki sem hingað kemur. Félagið hefur gegnt margvíslegum hlutverkum í móttöku flóttafólks í gegnum árin. Aðaláhersla félagsins er nú á andlega velferð gegnum sálfélagslegan stuðning. Starfað er eftir aðferðarfræði Alþjóðahreyfingar Rauða krossins um andlega velferð. Hjartað í stuðningi félagsins eru persónuleg tengsl, gegnum félagsleg virkniverkefni, leiðsöguvini eða tungumálavini sem og umfangsmikil fræðsla um andlega velferð. Tilgangur bréfsins er að tryggja að flóttafólk með dvalarleyfi fái upplýsingar um stuðning og þjónustu Rauða krossins. Tilkynnt hefur verið til Rauða krossins nöfn og símanúmer flóttamanna í Dalvíkurbyggð