Innköllun um, sanngirnisbætur - til upplýsinga

Málsnúmer 202110038

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 254. fundur - 19.10.2021

Lagt fram rafbréf dags. 6. október 2021 frá Dómsmálaráðuneytinu. Með bréfinu vill dómsmálaráðuneytið vekja athygli stjórnenda í málefnum fatlaðs fólks á því að innköllun krafna um sanngirnisbætur verður birt í Lögbirtingarblaðinu 7. okt sl. Frá þeim tíma gefst einstaklingum sem sættu illri meðferð eða ofbeldi á stofnunum fyrir fötluð börn, rekin á vegum hins opinbera fyrir 1. febrúar 1993, tækifæri til að lýsa kröfum sínum um bætur. Fresturinn til að sækja um sanngirnisbætur rennur að óbreyttu út 31. janúar 2022.



Lagt fram til kynningar.