Tekinn fyrir rafpóstur frá Urðarbrunni - Heimili sem styður viðkvæmar fjölskyldur í barneignarferlinu. Urðarbrunnur er sólarhringsvaktar úrræði fyrir konur/pör í félagslegum vanda sem eiga von á barni eða eru með nýbura. Boðið er upp á sólarhringsvistun og meðferð til lengri eða skemmri tíma eftir því sem þurfa þykir. Einnig verður boðið upp á vistun barna í félagslegum vanda í þeim tilfellum þegar verkkaupi óskar eftir að svo sé. Urðarbrunnur hefur fengið tilskilin leyfi til að veita slíka þjónustu. Foreldrum verður veittur stuðningur og þjálfun með því markmiði að með tímanum eigi foreldrar að geta mætt barninu með ákveðnum ramma og festu og vera betur í stakk búnir til að tryggja öryggi og vellíðan barna sinna.