Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 08.09.2021, þar sem kynnt er nýtt stafrænt fyrirkomulag íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir tekjulág heimili en um er að ræða tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Hjálagt eru nánari leiðbeiningar fyrir sveitarfélögin. Upphæðin fyrir haustönnina er allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn fætt á árunum 2006-2015. Tekjuviðmið hækkar í 787.200 kr. Umsóknarfrestur er til áramóta.
Ferlið verður breytt frá síðustu úthlutunum en þegar forsjáraðili skráir barn sitt á námskeið í Nóra/Sportabler kerfinu geta foreldrar bæði nýtt hvataupphæð sveitarfélags og ríkisins. Hvatakerfið heldur alfarið utan um greiðslur milli ráðuneytis, sveitarfélags og þjónustuveitanda. Í Dalvíkurbyggð hefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi haldið utan um hvatagreiðslur og munu starfsmenn félagsþjónustu vera í samvinnu við fræðslu- og menningarsvið vegna málsins.