Tekinn fyrir rafpóstur dags. 26.mars 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hugmyndir um heimild til handa ráðherra að setja reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Sambandið ítrekar harða andstöðu sina gegn þessum hugmyndum og væntir þess að félagsmálaráðuneytið virði hér eftir sem hingað til stjórnarskrárvarið sjálfstæði sveitarfélaga. Sambandið er nú sem endra nær reiðubúið til þess að vinna með ráðuneytinu og samtökum stjórnenda í velferðarþjónustu sveitarfélaga að framþróum þess fjárhagslega stuðnings sem sveitarfélög veita íbúum sínum, helst þyrfti að ganga til heildurendurskoðunar á VI. kafla félagsþjónustulaga auk nýrrar hugmyndavinnu um gerð opinberra lágmarksframfærsluviðmiða á grundvelli neysluviðmiða. Á sama tíma þarf að ná víðtækri samstöðu um að öll fjárhagsaðstoð sé undanþegin skattlagningu.